Úrslit í sjötta Grýlupottahlaupinu 2015

Frjálsar Grýlupottahlaup nr. 6 047
Frjálsar Grýlupottahlaup nr. 6 047

Sjötta og síðasta Grýlupottahlaup ársins fór fram í hlýju og björtu veðri á Selfossvelli laugardaginn 30. maí.

Bestu tíma dagsins áttu Harpa Svansdóttir sem hljóp á 3:21 mínútum og Teitur Örn Einarsson sem hljóp á 2:41 mínútum.

Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.

Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum Sunnlenska.is með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

6. Grýlupottahlaup 2015

5. Grýlupottahlaup 2015

4. Grýlupottahlaup 2015

3. Grýlupottahlaup 2015

2. Grýlupottahlaup 2015

1. Grýlupottahlaup 2015

Myndir úr öðru og sjötta hlaupi ársins má finna á Fésbókarsíðu Umf. Selfoss.

Verðlaunaafhending verður laugardaginn 6. júní kl. 11:00 við Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss. Allir sem lokið hafa fjórum hlaupum fá viðurkenningu auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í hverjum flokki.

Athugasemdir og ábendingar um hlaupið má gjarnan senda til Þuríðar Ingvarsdóttur á netfangið thuryingvars@gmail.com.

---

Hekla Karen Ólafsdóttir sem er fædd árið 2012 stóð sig vel á móti rokinu við Grýlupottinn.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson