Verðlaunahafar á Unglingalandsmótinu

HSK Fyrirmyndarfélag Unglingalandsmót
HSK Fyrirmyndarfélag Unglingalandsmót

Keppendur af sambandssvæði Héraðssambandsins Skarphéðins stóðu sig frábærlega á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Á heimasíðu HSK var greint frá öllum verðlaunahöfum HSK í einstökum greinum á mótinu.

HSK átti auk þess keppendur í bogfimi, golfi, körfuknatleik og strandblaki,  en keppendur í þessum greinum unnu ekki til verðlauna.

Hugsanlega hafa fleiri unnið til verðlauna, s.s. í boltagreinum með liðum sem voru ekki skráð undir HSK. Ábendingar um fleiri verðlaunahafa af sambandssvæðinu er vel þegnar á netfangið hsk@hsk.is.

Frjálsíþróttir

Keppendur HSK unnu alls 56 verðlaun, þar af 23 Unglingalandsmótstitla og settu auk þess  fimm Unglingalandsmótsmet.

Boðhlaupssveit HSK  hjá strákum 12 ára  hlupu á 56,91 sek. Viktor Karl Halldórsson, Kolbeinn Loftsson, Hákon Birkir Grétarsson og Dagur Fannar Einarsson voru í sveitinni. Þetta er einnig nýtt HSK-met en gamla metið var frá 1983 sem var 56,9  sek. á handtíma.

Styrmir Dan Steinunnarson 15 ára stökk 1,96m í hástökki, setti Íslandsmet og bætti tveggja ára landsmótsmet Sigþórs Helgasonar um 10 cm.

Viktor Karl Halldórsson kastaði spjótinu 38,31 m og bætti sjö ára landsmótsmet Sindra Hrafns Guðmundssonar um 22 cm.

Hjalti Snær Helgason Selfossi kastaði spjótinu 32,97m og bætti 11 ára gamalt landsmótsmet Brynjars Gauta Guðjónssonar um 2,09m.

Að lokum jafnaði Hákon Birkir Grétarsson frá Selfossi tveggja ára landsmótsmet Daníels Inga Egilssonar þegar hann hljóp 60m grindina á 10,89 sek.

Verðlaunahafar í frjálsíþróttum á mótinu:

60 m. hlaup stúlkur 11 ára

2.

Sigrún Tinna Björnsdóttir

8,99

60 m. hlaup piltar 12 ára

1.

Viktor Karl Halldórsson

8,48

2.

Hákon Birkir Grétarsson

8,59

600 m. hlaup stúlkur 12 ára

2.

Solveig Þóra Þorsteinsdóttir

1.55,24

3.

Lára Björk Pétursdóttir

1.56,20

600 m. hlaup piltar 12 ára

1.

Dagur Fannar Einarsson

1.47,22

2.

Máni Snær Benediktsson

1.48,46

800 m. hlaup piltar 14 ára

3.

Guðjón Baldur Ómarsson

2.28,76

60 m. grindahlaup stúlkur 12 ára

2.

Solveig Þóra Þorsteinsdóttir

11,79

60 m. grindahlaup piltar 12 ára

1.

Hákon Birkir Grétarsson

10,89

2.

Kolbeinn Loftsson

11,65

3.

Finnur Þór Guðmundsson

11,82

60 m. grindahlaup stúlkur 13 ára

3.

Helga Margrét Óskarsdóttir

10,71

100 m. grindahlaup piltar 15 ára

1.

Styrmir Dan H Steinunnarsson

14,80

4*100 m. boðhlaup stúlkur 11 ára

2.

Sveit HSK 1

61,89

4*100 m. boðhlaup stúlkur 12 ára

1.

Sveit HSK 1

60,28

4*100 m. boðhlaup piltar 12 ára

1.

Sveit HSK 1

56,91

2.

Sveit HSK 2

60,64

4*100 m. boðhlaup stúlkur 13 ára

2.

Sveit HSK

58,39

4*100 m. boðhlaup piltar 14 ára

2.

Sveit HSK

56,70

4*100 m. boðhlaup piltar 15 ára

3.

Sveit HSK

51,60

Hástökk stúlkur 11 ára

1.

Eva María Baldursdóttir

1,31

2.

Sigrún Tinna Björnsdóttir

1,25

Hástökk stúlkur 12 ára

3.

Solveig Þóra Þorsteinsdóttir

1,45

Hástökk piltar 12 ára

1.

Kolbeinn Loftsson

1,54

2.

Hákon Birkir Grétarsson

1,48

3.

Máni Snær Benediktsson

1,42

Hástökk piltar 14 ára

1.

Pétur Már Sigurðsson

1,68

Hástökk piltar 15 ára

1.

Styrmir Dan H Steinunnarsson

1,96

Hástökk piltar 16-17 ára

2.

Sveinbjörn Jóhannesson

1,78

Langstökk stúlkur 11 ára

1.

Eva María Baldursdóttir

4,24

Langstökk stúlkur 12 ára

1.

Solveig Þóra Þorsteinsdóttir

4,60

Langstökk piltar 12 ára

1.

Kolbeinn Loftsson

4,72

2.

Hákon Birkir Grétarsson

4,70

3.

Viktor Karl Halldórsson

4,66

Langstökk stúlkur 15 ára

3.

Harpa Svansdóttir

4,75

Langstökk piltar 15 ára

1.

Styrmir Dan H Steinunnarsson

5,76

Kúluvarp stúlkur 11 ára

1.

Una Bóel Jónsdóttir

7,61

2.

Eva María Baldursdóttir

7,00

Kúluvarp piltar 11 ára

2.

Hjalti Snær Helgason

8,41

Kúluvarp stúlkur 12 ára

1.

Hildur Helga Einarsdóttir

9,70

3.

Þóra Erlingsdóttir

8,68

Kúluvarp stúlkur 13 ára

1.

Ragnheiður Guðjónsdóttir

11,34

Kúluvarp piltar 12 ára

2.

Hákon Birkir Grétarsson

9,79

Kúluvarp stúlkur 15 ára

1

Harpa Svansdóttir

9,75

Kúluvarp piltar 14 ára

1.

Stefán Narfi Bjarnason

11,23

2.

Pétur Már Sigurðsson

10,90

Kúluvarp piltar 16-17 ára

1.

Sveinbjörn Jóhannesson

15,44

Spjótkast stúlkur 11 ára

1.

Una Bóel Jónsdóttir

19,87

Spjótkast piltar 11 ára

1.

Hjalti Snær Helgason

32,97

Spjótkast stúlkur 12 ára

1.

Hildur Helga Einarsdóttir

30,87

Spjótkast piltar 12 ára

1.

Viktor Karl Halldórsson

38,31

2.

Kolbeinn Loftsson

34,69

Spjótkast stúlkur 13 ára

2.

Helga Margrét Óskarsdóttir

30,64

Spjótkast piltar 15 ára

2.

Styrmir Dan H Steinunnarsson

42,60

Spjótkast piltar 16-17 ára

3.

Sveinbjörn Jóhannesson

51,09

Glíma

Sjö keppendur frá HSK unnu til verðlauna í glímu.

13-14 ára Stelpur
1. Laufey Ósk Jónsdóttir

11 ára strákar
1. Ólafur Magni Jónsson
2. Unnsteinn Reynisson

12 ára strákar
2. Finnur Þór Guðmundsson

13 ára strákar
1. Sölvi Svavarsson

14 ára strákar
1. Gústaf Sæland
2. Anton Breki Viktorsson

Knattspyrna

Nokkur lið voru skráð til leiks í knattspyrnu og komust þrjú þeirra á verðlaunapall. Stelpur í flokki 11-12 ára sem kölluðu sig Býflugurnar urðu í öðru sæti.   Brynhildur Sif Viktorsdóttir, Fjóla Ólafsdóttir, Glódís Ólöf Viktorsdóttir, Guðfinna Ósk Eiríksdóttir, Inga Matthildur Karlsdóttir, Íris Arna Elvarsdóttir, Íris Embla Gissurardóttir, Kristín Ósk Sigmundsdóttir, Sara Rós Sveinsdóttir og Þóra Björg Yngvadóttir voru í liðinu.

11-12 ára strákalið HSK varð í þriðja sæti. Aron Birkir Guðmundsson, Dagur Fannar Einarsson, Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, Heiðar Óli Guðmundsson, Jón Vignir Pétursson, Tryggvi Þórisson, Unnsteinn Reynisson og Viktor Karl Halldórsson voru í liðinu frá HSK.  Auk þess spiluðu þrír UÍA strákar með liðinu.

Gullguttarnir í flokki 13-14 ára urðu í öðru sæti. Í liðinu voru Alexander Hrafnkelsson, Aron Emil Gunnarsson, Haukur Þrastarson, Martin Bjarni Guðmundsson,  Sölvi Svavarsson, Valdimar Jóhannsson og Þorsteinn Freyr Gunnarsson.

Mótokross

Fjórir keppendur unnu til verðlauna í mótokrossi. Gyða Dögg Heiðarsdóttir vann mx unglingaflokk stúlkna, Ármann Baldur Bragason varð Unglingalandsmótsmeisari í 85 cc flokki stráka 12-13 ára, Ólafur Atli Helgason varð annar í mx unglingaflokki 14-18 ára og Elmar Darri Vilhelmsson varð annar í 85 cc flokki stráka.

Skák

Nokkrir keppendur tóku þátt í skák frá HSK og unnu bræður til verðlauna. Aron Birkir Guðmundsson varð í öðru sæti með fimm vinninga í flokki 11-14 ára og Heiðar Óli Guðmundsson varð þriðji, einnig með fimm vinninga.

Starfsíþróttir

Keppt var í stafsetningu og upplestri á mótinu.  Jakob Unnar Sigurðarson varð Unglingalandsmótsmeistari í stafsetningu í flokki 11-14 ára og  Laufey Ósk Jónsdóttir varð þriðja í sama flokki.

Sund

HSK átti nokkra keppendur í sundi. Dagbjartur Kristjánsson vann til sjö verðlauna í flokki 13-14 ára stráka. Hann varð þrefaldur Unglingalandsmótsmeistari, vann 50 m skriðsund á 30,15 sek, 100 m skriðsund á 69,85 sek og 50 m baksund á 42,84 sek. Hann varð annar í þremur greinum, í 100 m fjórsundi á 1:21,24 mín, í 50 m flugsundi á 35,09 sek og í 100 m bringusundi á 1,42,22 mín.  Þá varð hann þriðji í 50 m bringusundi á 47,45 sek.

Tölvuleikir

Keppt var í fyrsta sinn í tölvuleikjum á Unglingalandsmóti. Keppt var í FIFA 14 og voru tveir í liði.  Sex lið voru skráð frá HSK. Liðið Sterarnir varð í öðru sæti og í liðinu voru þeir Mathías Bjarnason og Gústaf Sæland.