Yngri iðkendur fimleikadeildar á hópfimleikamóti í Þorlákshöfn

Selfoss 10
Selfoss 10

Laugardaginn 9.mars kepptu 3 lið, tvö stúlknalið og eitt strákalið, frá fimleikadeild Selfoss á hópfimleikamóti í Þorlákshöfn. Alls tóku 12 lið þátt í mótinu, 10 stúlknalið og 2 strákalið, en keppendur voru allir 10 ára og yngri og að stíga sín fyrstu spor í keppni. Mótið gekk vel og sýndu Selfoss liðin flottar æfingar. 10 manna strákalið Selfoss framkvæmdi flottar æfingar og uppskáru 15,35 stig og unnu strákalið Afturldingar með miklum yfirburðum á öllum áhöldum. Í stúlknaflokknum gekk báðum hópunum vel. Stúlkurnar í Selfoss 10 fengu hæstu einkunn á gólfi 7,2 en samtals fengu þær 14,75 stig og enduðu í 5.sæti. Stúlkurnar í HB1 urðu í 2.sæti á gólfi og 3.sæti samanlagt með 15,65 stig. Selfoss liðin voru dugleg að hvetja hvort annað og  fengu öll liðin viðukenningu fyrir sitt besta áhald eftir skemmtilegt mót. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá keppendur í Selfoss 10 ásamt þjálfurum sínum.