Íþróttastarf heimilað á nýjan leik

Allt íþróttastarf hjá Umf. Selfoss kemst í gang á ný á morgun, fimmtudaginn 15. apríl. Grunnskólabörn geta stundað skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf og fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Á sama tíma og ný reglugerð tekur gildi um tilslakanir á sóttvarnarreglum breytast nálægðarmörk úr 2 metrum í 1 metra í skólum.Gert er ráð fyrir að reglurnar, sem heilbrigðisráðherra kynnti í gær gildi í þrjár vikur.Það er mikið fagnaðarefni að allt íþróttastarf geti hafist á ný en það er samt mjög mikilvægt að við pössum áfram upp á eigin sóttvarnir.

Frjálsíþróttasumarbúðir FRÍ á Selfossi

Í sumar verða Frjálsíþróttasumarbúðir FRÍ starfræktar í þrettánda sinn á HSK svæðinu. Sumarbúðirnar verða haldnar á Selfossi dagana 27.

Æfingar falla niður frá miðnætti

Í kjölfar hertra samkomutakmarkanir stjórnvalda, sem kynntar voru í dag, til að ná böndum utan um kórónuveirusmit fellur allt íþróttastarf hjá iðkendum Umf.

Skerðing á þjónustu Umf. Selfoss

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin.

Frestað - Aðalfundur frjálsíþróttadeildar 2021

Í ljósi breytinga á sóttvarnarreglum sem kynntar voru í dag hefur aðalfundi frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss, sem fara átti fram í kvöld, miðvikudaginn 24.

Vortilboð Jako

Mánudaginn 22. mars verður Jako með vortilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar 2021

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 24. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Frjálsíþróttadeild Umf.

HSK/Selfoss Íslandsmeistari í tveimur flokkum

Um helgina var Meistaramót Íslands hjá 11-14 ára í frjálsum íþróttum í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Mjög góður árangur náðist á mótinu hjá krökkunum sem öll voru að bæta sinn árangur mjög mikið.

Eva María og Hergeir íþróttafólk Árborgar 2020

Frjálsíþróttakonan Eva María Baldursdóttir og handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar sem var send út rafrænt í gær, þriðjudaginn 2.

Ísold Assa og Oliver Jan á palli í fjölþraut

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram laugardaginn 20. febrúar. Mikil eftirvænting var hjá keppendum að fá loks að keppa eftir langt hlé.Selfoss átti níu keppendur í fimmtarþraut 15 ára og yngri en þá er keppt í 60 m grindahlaupi, hástökki, kúluvarpi, langstökki og 800 m hlaupi, í þessari röð.Hjá stelpunum varð Ísold Assa (14 ára) í þriðja sæti með 2.445 stig, bestan árangur í einstaka grein náði hún í hástökki með 1,60 m.