Egill Blöndal með brons á Opna sænska

Egill Blöndal frá júdódeild Umf. Selfoss keppti á Opna sænska mótinu í júdó, en mótið fór fram í Sokkhólmi um síðustu mánaðamót.

Upphitun fyrir Selfoss - Fjölnir

Á föstudaginn 26. Október klukkan 19:30 taka Selfyssingar á móti Fjölni í íþróttahúsinu við Vallaskóla.Fjölnir hefur ekki byrjað tímabilið á besta veg og einungis náð í eitt stig gegn Fylki fyrr í vetur.

Katrín Ýr skrifaði undir samning

Sóknarmaðurinn Katrín Ýr Friðgeirsdóttir skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við knattspyrnudeild Selfoss. Katrín var einn af máttarstólpum Selfossliðsins sitt fyrsta ár í Pepsí deildinni í sumar og skoraði m.a. tvö mikilvæg mörk í 15 leikjum. Katrín var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna á lokahófi félagsins ásamt Guðmundu Brynju Óladóttir sem einnig skrifaði undir samning við félagið á dögunum.

Frábær árangur á Evrópumeistaramótinu

Evrópumeistaramótið í hópfimleikum fór fram í Árósum í Danmörku 18.–20. október s.l. Skemmst er frá því að segja að stúlknalið Íslands hampaði Evrópumeistaratitli eftir spennandi keppni í úrslitum.

Stelpurnar töpuðu í hörku leik gegn HK

Stelpurnar spiluðu fyrsta útileik vetrarins gegn HK í Digranesi síðastliðinn laugardag. Liðið átti góðan dag og lét HK stelpurnar vinna virkilega fyrir stigunum.

97 sigraði í Vesturbænum

Selfoss-97 mætti KR um helgina í 4. flokki karla. Eftir rólega byrjun seig Selfoss fram úr KR-ingum og vann að lokum 27-29 sigur.KR-ingar byrjuðu leikinn betur en Sefyssingar sem voru algjörlega á hælunum varnarlega.

3. flokkur mætti Fram

3. flokkur mætti Fram í Safamýri í dag. Vitað var að um erfitt verkefni væri að ræða fyrir Selfoss drengi. Selfyssingar léku á köflum mjög góðan leik og voru nálægt því að ná einhverju út úr leiknum.

Arfaslakt gegn Stjörnunni í 2.fl

Strákarnir hófu loks leik í 2.flokki í dag eftir langa bið. Mótið ætti auðvitað að vera hafið fyrir um mánuði síðan en svo er þó ekki.

Frábær sigur á Víkingi í mfl. karla

Selfyssingar sóttu Víkinga heim í Víkina í kvöld. Úr varð hörkuleikur eins og vanlega þegar þessi lið mætast. Í fyrri hálfleik var lítið um góðan sóknarleik og eftir fyrstu 5 mínuturnar höfðu Selfyssingar 0-1 forystu.

Gunnar Guðmundsson nýr þjálfari mfl.

Þann 10. október síðastliðinn var gengið frá ráðningu Gunnars Guðmundssonar sem þjálfara meistaraflokks karla. Tekur hann við starfi Loga Ólafssonar sem færði sig yfir til Stjörnunnar.