Fyrsta tapið í vetur hjá stelpunum

Selfoss mætti Fjölnisstúlkum í Hleðsluhöllinni í kvöld í 5. umferð Grill 66 deildarinnar og tapaði með 7 mörkum, 21-28.Leikurinn var jafn framan af og var Selfoss einu skrefi á undan fyrstu 25 mínúturnar.

Meistaramyndin vígð

Mynd af Íslandsmeisturum í handknattleik árið 2019 var vígð á sigurleik Selfoss gegn KA sem fram fór í Hleðsluhöllinni á miðvikudagskvöld.

Gissur kjörinn í stjórn UMFÍ

51. sambandsþing UMFÍ var haldið á Hótel Laugarbakka í Miðfirði um síðustu helgi. Um 100 fulltrúar mættu á þingið. HSK sendi 19 manna fullmannað þinglið til þings sem tók virkan þátt í störfum þingsins.Helstu tíðindi þingsins voru að þingfulltrúar samþykktu með nær öllum atkvæðum umsókn íþróttabandalaga að UMFÍ.

Gleði og gaman á Bronsleikum ÍR

Hinir árlegu Bronsleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 5. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Mótið er haldið til að heiðra Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.Á leikunum er keppt í fjölþraut barna, en greinarnar byggjast á styrk, snerpu, úthaldi og samhæfingu.

Akureyrarþema þegar dregið var bikarnum

Dregið var í 16-liða úrslit karla og kvenna í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola bikarnum, í hádeginu í dag.Strákarnir munu heimsækja Þór Akureyri og Stelpurnar fá Olísdeildarlið KA/Þór í Hleðsluhöllina.  Þess má geta að Mílan, vinafélag Selfoss, mætir ÍR í Hleðsluhöllinni.Leikurinn hjá stelpunum mun fara fram í kringum 6.

Norðanmenn lagðir í markaleik

Það var nóg af mörkum fyrir alla í leik Selfoss og KA í þessum leik í Olísdeild karla í kvöld, en þar lögðu Selfyssingar gestina 36-34.Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin.  Stefán og Jónatan voru þá búnir að sjá nóg og tóku leikhlé eftir rétt rúmar 2 mínútur.  Það gekk hjá þeim að skerpa sína menn og skiptust liðin á að skora en Akureyringar náðu að jafna leikinn þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af hálfleiknum, áfram skiptust liðin á að skora og lítið um varnir.  Allt jafnt í hálfleik, 19-19.Það er ljóst að þjálfararnir í báðum klefum töluðu um að þétta vörnina, en liðin héldust áfram í hendur og jafnt á öllum tölum fyrstu 10 mínúur síðari hálfleiksins.  Þá bættu Selfyssingar í og sigldu framúr og var forystan komin í 5 mörk, 29-24, þegar 46 mínútur voru á klukkunni.  Þá tóku KA sitt síðasta leikhlé og ákváðu að taka Hauk Þrastarson úr umferð.  Sóknarleikur Selfyssinga riðlaðist heldur við það, en ró komst yfir hann fljótlega aftur.  KA-menn reyndu hvað þeir gátu og fóru maður á mann síðustu mínúturnar  og hleyptu leiknum upp.  Þeir náðu að koma spennu i lokamínútuna, en Selfyssingar stóðust áhlaupið.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 11/3, Árni Steinn Steinþórsson 9, Haukur Þrastarson 9, Atli Ævar Ingólfsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 3, Guðjón Baldur Ómarsson 1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 8 (31%), Einar Baldvin Baldvinsson 4 (23%).Nánar er fjallað um leikinn á   ogStrákarnir eru þar með komnir með 9 stig og náðu með þessum sigri að lyfta sér í 4.

Guggusund | Ný námskeið hefjast 24. október

Ný námskeið í  hefjast fimmtudaginn 24. október, föstudaginn 24. október og laugardaginn 25. október. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða) Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára) Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára) Klukkan 19:30 byrjendahópur  (frá um 2 mánaða)Föstudaga Klukkan 15:45 sundskóli (börn sem fara í skóla núna í haust og næsta haust eða eldri). Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn) Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn) Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga Klukkan 9:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða) Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára) Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á  og í síma 848-1626. Guðbjörg H.

Saga knattspyrnunnar á Selfossvelli

Laugardaginn 11. október voru settar upp átta stórar ljósmyndir á stúkuna Selfossvelli. Þessar myndir sýna nokkra merka áfanga í sögu fótboltans á Selfossi, bikarmeistarar kvenna 2019, Íslandsmeistarar í þriðju deild 1966, Íslandsmeistarar í þriðja flokki kvenna 2010, 1.

Þökkum stuðninginn

Handknattleiksdeildin vill koma sérstökum þökkum á framfæri til þeirra sem hafa stutt við liðið í gegnum Evrópukeppnina. Liðið féll úr keppni um helgina eftir tap gegn sænska liðinu HK Malmö í 2.

Góður árangur á Haustmóti

Haustmót Júdósambands Ísland í öllum aldursflokkum var haldið í Grindavik laugardaginn 5. október. Níu keppendur frá júdódeild Selfoss kepptu, stóðu sig allir vel og sýndu góð tilþrif á gólfinu.Alexander Adam Kuc, Egill Blöndal og Hrafn Arnarsson unnu sína flokka nokkuð örugglega.