Coca Cola bikarkeppni HSÍ

Dregið hefur verið í Coca Cola bikarkeppni HSÍ.Stelpurnar í meistaraflokki mæta FH í Hafnarfirði í 16 liða úrslitum. Strákarnir í meistaraflokki mæta Fjölni í Grafarvoginum í 16 liða úrslitum, en Selfoss sló út b lið Vals í 32 liða úrslitum.2.flokkur kk fer til Reykjavíkur og spilar við Þrótt3.

Útisigur á ÍR

Selfossstelpur mættu liði ÍR í Olísdeildinni í dag.  Fyrir leikinn sat lið Breiðyltinga í næstneðsta sæti deildarinnar á meðan Selfoss var í því sjötta, af 14 liðum.Jafnt var eftir 10 mín leik 5-5 og ljóst að ÍR-stúlkur ætluðu að selja sig dýrt í þetta skiptið, þeim varð ekki kápan úr því klæðinu enda Selfossstelpur á þeim buxunum að sækja sigur í Breiðholtinu og tóku þær því forystuna með auknum hraða í leiknum þar sem nokkur hraðaupphlaup skiluðu góðum mörkum.Staðan í hálfleik 10-18.  Selfossstelpur slökuðu aðeins á í síðari hálfleik en þó var sigurinn gegn fastspilandi borgarbörnum aldrei í hættu enda fór svo að sigur hafðist 27-32.Næsti leikur liðsins er á heimavelli nk.

Sigur á ÍH

Meistaraflokkslið karla mætti Íþróttafélagi Hafnarfjarðar í 1.deildinni í gær.  ÍH voru sterkari framan af og leiddu t.a.m. 7-11 um miðjan fyrri hálfleik, Selfyssingar náðu að bæta úr og staðan í hálfleik var 17-18.Í þeim síðari komu Selfossstrákar sterkari til leiks og náðu fljótt forystu sem þeir létu ekki af hendi þótt Hafnfirðingar reyndu hvað þeir gátu.Hornamaðurinn knái og stórskemmtilegi hann Andri Már fór fyrir liðinu og var markahæstur með 9 mörk.Góður 34-32 sigur staðreynd og liðið situr nú í 3.sæti deildarinna með fimm sigra og tvö töp.Stefán Árnason þjálfari Selfoss sagðist í viðtali við síðuritara vera ánægður með leik sinna manna:"sóknarleikurinn var trúlega það besta sem liðið hefur sýnt í allan vetur",Stefán sagðist vera sáttur með liðið og leikinn, sérstaklega í ljósi þeirrar staðreyndar að í leiknum vantaði báðar örvhentu skyttur liðsins þá Jóhann Erlingsson og Teit Örn Einarsson, en Teitur var markahæsti leikmaður liðsins í síðustu tveimur leikjum.       "Í þessum leik náðum við loksins að spila sóknarleikinn í gegn eins og hann er hannaður til og vorum þolinmóðir sem skilaði góðum færum nær allan tímann"Næsti leikur er heimaleikur gegn efsta liðinu, Stjörnunni úr Garðabæ, föstudaginn 13.nóv í íþróttahúsi Vallaskóla kl 19:30.Markaskorun: Andri Már Sveinsson 9 Elvar Örn Jónsson 6 Hergeir Grímsson 6 Guðjón Ágústsson 4 Örn Þrastarson 3 Árni Geir Hilmarsson 2 Alexander Már Egan 2 Árni Guðmundsson 2Markvarsla: Helgi Hlynsson 6 varðir boltar (24%) Birkir Fannar Bragason 3 varðir boltar (20%)MM JÁE /mynd).

Stefán Ragnar snýr heim á Selfoss

Stefán Ragnar Guðlaugsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss og leikur því á ný með liðinu á næsta keppnistímabili.Stefán Ragnar er öllum hnútum kunnugur á Selfossvelli enda fæddur og uppalinn á Selfossi og lék m.a.

Opið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga

Búið er að opna umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2015 rennur út á miðnætti mánudaginn 11.

Ódýrt að æfa knattspyrnu á Selfossi

Líkt og undanfarin ár sýnir verðlagseftirlit ASÍ að æfingagjöld í knattspyrnu á Selfossi er með því allra lægsta á landinu.Þetta kemur Gunnari Rafni Borgþórssyni yfirþjálfara yngri flokka ekki á óvart og hann bætti við „Við erum ánægð með niðurstöðu sem við áður vissum en þrátt fyrir að vera með þetta lág æfingagjöld býður knattspyrnudeildin upp á vaktaðar rútuferðir í bestu æfingaaðstöðuna á Suðurlandi yfir vetrartímann í Hamarshöllinni í Hveragerði." Þetta er frábær þjónusta við íbúa á Selfossi þar sem lagt er upp úr metnaði og fagmennsku.Verðlagseftirlitið tók saman æfingagjöld í knattspyrnu hjá sextán íþróttafélögum víðsvegar um landið.

Bókari Umf. Selfoss með Frískum Flóamönnum í München

Í byrjun október hélt nítján manna hópur Frískra Flóamanna í víking til Þýskalands til að taka þátt í Munchen-maraþoni sem fram fór 11.

Heiðdís og Hrafnhildur æfa með U19

Þær Heiðdís Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir, leikmenn Selfoss, æfa um helgina með úrtakshóp U19 kvenna.Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið hóp til æfinga 30.

Íslandsbanki aðalstyrktaraðili fimleikadeildar

Jón R. Bjarnason, bankastjóri Íslandsbanka á Selfossi handsalaði fyrir skömmu styrktarsamning við Fimleikadeild Umf. Selfoss.Íslandsbanki hefur um árabil verið aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar og var samningurinn endurnýjaður í upphafi október.

Dagný til liðs við Portland Thorns

Dagný Brynjarsdóttir mun leika með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð.Frá þessu var greint á vefsíðunni .Dagný þekkir vel í til í Bandaríkjunum eftir nám í Florida State háskólanum þar sem hún var fyrirliði í sigursælu liði skólans og einn besti leikmaður háskólaboltans á síðustu leiktíð.