Henriette framlengir við Selfoss

Markmaðurinn Henriette Østergaard framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss á dögunum. Henriette, sem er tvítug, kom í fyrra til Selfoss frá Elitehåndbold Aalborg sem er félag í  efstu deild í dönskum kvennahandbolta.

Sundnámskeið Selfoss

Vornámskeið sunddeildar Umf. Selfoss verður haldið 8.-18. júní í gömlu innilauginni á Selfossi.Kennt verður fyrir hádegi virka daga í alls átta skipti í 45 mínútur í senn.

Handboltaæfingar að loknu samkomubanni

Samkvæmt tilskipun heilbrigðisráðherra verður íþróttastarf barna og unglinga með eðlilegu móti frá og með 4. maí. Handboltaæfingar yngri flokka (7-15 ára) byrja þar af leiðandi af fullum krafti í Hleðsluhöllinni samkvæmt venjulegri stundaskrá næstkomandi mánudag.

Æfingar hjá knattspyrnudeildinni fara af stað á mánudaginn

Eftir langa bið fara hefðbundnar æfingar aftur af stað mánudaginn 4. maí. Um leið og æfingar fara í hefðbundið horf eru þjálfarar meðvitaðir um það að hættan af faraldrinum er ekki liðin hjá og viljum við tryggja að öllum líði vel og hlakki til að koma á allar æfingar. Tilfinningin að fara heim eftir góða æfingu er frábær, eykur sjálfstraust og vellíðan bæði hjá iðkendum og þjálfurum.Breyttir tímar hafa kennt þjálfurum og iðkendum að bera sjálfir ábyrgð á sinni þjálfun og ætlum við að halda áfram að gefa út heimaæfingar til þeirra sem vilja æfa meira eða missa af liðsæfingum þá vikuna.Mikið verður lagt upp með jákvæða upplifun.

Æfingar hjá Umf. Selfoss frá 4. maí

Það voru svo sannarlega gleðitíðindi sem bárust okkur í lok vetrar þegar heilbrigðisráðherra kynnti breytingar á samkomubanni. Í því felst að fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns 4.

Fréttabréf UMFÍ

Fólk getur slegið heimsmet heima hjá sér

Miðvikudaginn 22. apríl klukkan 12:30 geta börn á Íslandi tekið þátt í því að slá heimsmet með börnum um allan heim. Viðburðurinn er haldinn af systursamtökum UMFÍ í Póllandi sem heita V4sport og í samstarfi við ISCA () sem UMFÍ er aðili að. Íslendingum stendur til boða að taka þátt í rafrænum íþróttatíma með milljónum barna um allan heim – allur heimurinn tekur þátt í 30 mínútna æfingu sem er leidd áfram af frábærum íþróttakennara. Við hættum ekki að hreyfa okkur þó við séum heima – við finnum bara leiðir og nú er möguleiki að taka þátt í því að slá heimsmet. Þátttakendur geta tekið þátt hvar sem þeir eru staddir í heiminum: ???? New York City 8:30  ???? London 13:30 pm ???? Ísland 12:30 pm. ???? Wrocław 14:30 pm ???? Tokyo 21:30 pm Þú getur skoðað . .

Það styttir alltaf upp og lygnir

Ef fram fer sem horfir með tilslökunum á takmörkunum á samkomum, skólahaldi og skipulögðu íþróttastarfi þann 4. maí nk. munu æfingar hjá deildum Umf.

CCEP styður starf taekwondodeildar Selfoss

Á aðalfundi taekwondodeildar Umf. Selfoss sem fram fór í Tíbrá þriðjudaginn 3. mars sl. var undirritaður samstarfssamningur við CCEP sem styður öflugt starf deildarinnar.Það voru Björgin Magnússon sölustjóri CCEP á Suðurlandi (t.v.) og Ófeigur Ágúst Leifsson formaður taekwondodeildar Selfoss sem gengu frá samningnum.Stjórn deildarinnar var endurkjörin á fundinum enda starfið er í örum vexti og iðkendum fjölgar ár frá ári.---Ljósmynd: Umf.

Selfoss U deildarmeistari

Ungmennalið Selfoss varð á dögunum deildarmeistari í 2. deild karla. Þetta varð ljóst þann 6. apríl s.l. eftir að HSÍ ákvað að öllu frekara mótahaldi á tímabilinu yrði aflýst og efsta lið í hverri deild væri útnefnt deildarmeistari.