Aðalfundur frjálsíþróttadeildar 2019

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 7. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Frjálsíþróttadeild Umf.

Stórleikur gegn FH á föstudag

Eftir frábæran sigur meistaraflokks karla á Val, mánudaginn s.l. er komið að næsta slag.Selfoss mætir FH, föstudaginn 1.mars. Liðin eru í 2-4.

Nettómót í hópfimleikum

Sunnudaginn 24. febrúar stóð fimleikadeild Selfoss fyrir byrjendamóti í hópfimleikum. 12 lið mættu til leiks og voru þau flestöll að stíga sín fyrstu skref í keppni.

WOW Bikarmót í hópfimleikum

Helgina 23.-24. febrúar síðastliðin fór fram WOW Bikarmót í umsjón Fimleikadeildar Selfoss.Þar voru 42 lið mætt til keppni í 5 hlutum.

Góður árangur á afmælismóti JSÍ

Afmælismót JSÍ í yngri flokkum var haldið laugardaginn 9. febrúar. Keppendur á mótinu voru um áttatíu frá öllum klúbbum landsins þar af sautján frá Selfossi.

Toppliðið of stór biti í kvöld

Stelpurnar töpuðu gegn Val í Hleðsluhöllinni í Olísdeild kvenna í kvöld, 30-17.Í upphafi leiks gekk báðum liðum illa að skora og voru markmennirnir frábærir, eftir 5 mínútna leik var staðan 0-1 fyrir Val.  Eftir það voru Valsstúlkur fyrri til að finna taktinn og náðu forustu sem þær fóru svo með inn í hálfleik, 7-14.  Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn mun betur en þann fyrri og náðu að minnka muninn í 11-15.  Gestirnir höfðu lítinn húmor fyrir því og settu allt á fullt og keyrðu yfir okkar stelpur, staðan 12-27 með 22 mínútur á klukkunni og leikurinn í raun búinn.  Eins og fyrr segir endaði leikurinn svo 30-17.Staða Selfoss er óbreytt eftir þessa umferð, liðið er sem fyrr á botni deildarinnar með 4 stig.  Þrem stigum fyrir ofan er HK.  Markmiðið núna hlýtur að vera að ná upp fyrir þær og komast í umspil um sæti í Olísdeildinni næsta vetur.  Fjórar umferðir eru eftir og nóg af stigum í boði.Mörk Selfoss:  Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Sarah Boye 3, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Sólveig Erla Oddsdóttir 1, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 7 (26%), Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2 (40%).Nánar er fjallað um leikinn á Leikskýrslu má sjá Næsti leikur er á föstudaginn þegar strákarnir taka á móti FH.  Það er svo smá pása hjá stelpunum, en þær fara  í Safamýrina þar sem þær munu etja kappi við Fram á þriðjudagskvöldið 12.

Góður gangur hjá sunddeildinni

Aðalfundur sunddeildar Selfoss fór fram miðvikudaginn 20. febrúar. Starf og rekstur deildarinnar er í blóma og var Guðmundur Pálsson endurkjörinn formaður.

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar 2019

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 5. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru afgreiðsla ársreikninga og önnur mál.Allir velkomnir Knattspyrnudeild Umf.

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ 2019

Í sumar verður frjálsíþróttaskóli UMFÍ starfræktur í ellefta sinn á HSK svæðinu í samstarfi við frjálsíþróttaráð HSK. Skólinn verður haldinn á Selfossi dagana 23.-27.

Dýrmæt stig í toppbáráttunni

Selfoss náði að landa ævintýralegum eins marks sigri á Val í kvöld, 25-26, en úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins.Það er alltaf boðið upp á spennuleiki þegar Selfoss er annarsvegar, leikurinn í kvöld var engin undantekning.Leikurinn byrjaði hægt og bæði lið voru aðeins að þreifa fyrir sér.