15.11.2015
Selfossdrengir sýndu svo sannarlega hvað í þá er spunnið þegar topplið 1. deildar kom í heimsókn í Vallaskóla sl. föstudag. Stjarnan sat á toppi deildarinnar eftir að hafa unnið alla leiki sína.Selfyssingar komu hrikalega kraftmiklir í þennan leik og hreinlega keyrðu yfir illa áttað lið Garðbæinga.
13.11.2015
Það er skammt stórra högga á milli hjá okkar fólki. Um helgina munu Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Kristín Björg Hrólfsdóttir og Dagný María Pétursdóttir keppa á Paris open sem er svokallað G-klassa mót þ.e.
13.11.2015
Ungmennafélag Íslands veitir ungu fólki sem hyggur á nám við Lýðháskóla í Danmörk styrk fyrir námsárið 2015-2016.
UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn hafa gert með sér samstarfsamning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna við Lýðháskóla í Danmörku.
13.11.2015
Stjórn Verkefnasjóðs HSK hefur úthlutað tæpum þremur milljónum til 35 verkefna á sambandssvæði sínu en alls bárust 49 umsóknir til sjóðsins í ár.
12.11.2015
Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 1. nóvember sl.Selfoss vann stigakeppni mótsins með 84 stig og endurheimti þar með titilinn eftir nokkurt hlé.
12.11.2015
Í lok október fóru fram æfingabúðir með Aaron Cook, fremsta taekwondomanni heims, í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Æfingabúðirnar voru mjög vel sóttar og alls tóku 154 iðkendur þátt í æfingunum.Fyrst var almenn æfing þar sem allir iðkendur voru velkomnir en seinna um daginn var svokölluð elite æfing þar sem landsliðsfólk og svartbeltingar mættu.Aaron Cook gaf sér góðan tíma til að spjalla við iðkendur eftir æfingarnar og leyfði krökkunum að teknar yrðu myndir af þeim með honum.
11.11.2015
Selfoss keppir á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fer í Vodafonehöllinni laugardaginn 14. nóvember. Þetta er stór dagur í sögu félagsins þar sem þetta er í fyrsta skipti sem lið Selfyssinga nær inn á Norðurlandamót í fullorðinsflokki en félagið hefur tvisvar sinnum áður keppt á Norðurlandamóti unglinga, árið 2008 í Bergen og 2014 í Garðabæ.
10.11.2015
Haukur Þrastarson skoraði sjö mörk úr sjö skotum og var markahæstur hjá U-16 ára landsliði Íslands sem tók á móti 18 ára liði Grænlands um helgina.Þá tók Elvar Örn Jónsson þátt í æfingum U-20 landsliðsins og Teitur Örn Einarsson hjá U 18 ára liðinu en þar voru einnig Selfyssingarnir Örn Östenberg og Bjarni Ófeigur Valdimarsson.Það var Örn Þrastarson sem smellti mynd af bróður sínum að loknum leik gegn Grænlendingum.
09.11.2015
Frjálsíþróttadeild Selfoss gerði um helgina góða ferð á Gaflarann sem er opið frjálsíþróttamót fyrir 10-14 ára. Mótið í ár var gríðarlega stórt, yfir 300 keppendur og greinilegt að frjálsar íþróttir eru vaxandi grein.Mjög mikið var um persónulegar bætingar hjá krökkunum okkar á mótinu og lofar það góðu fyrir framhaldið.Besta afrek okkar var án efa í 4x200 metra boðhlaupi 13 ára pilta en þeir settu glæsilegt Íslands- og HSK met á tímanum 1:52,62 mín og bættu Íslandsmetið um nærri 2 sekúndur.Hrefna Sif Jónasdóttir bætti HSK metið í 400 metra hlaupi um rúmar 5 sekúndur er hún hljóp á 71,91 sekúndu og Dagur Fannar Einarsson bætti einnig HSK met í 400 metra hlaupi 13 ára pilta sem hann hljóp á 60,12 sekúndum.Alls unnu Selfyssingar til næstflestra verðlauna á mótinu, samtals 26, ellefu gullverðlaun, níu silfurverðlaun og sex bronsverðlaun.Dagur Fannar Einarsson, 13 ára sigraði í 60 m hlaupi, 400 m hlaupi og boðhlaupi.Hákon Birkir Grétarsson, 13 ára sigraði í hástökki og boðhlaupi, fékk silfur í kúluvarpi, 60 m og 400 m hlaupum.Vilhelm Freyr Steindórsson, 13 ára sigraði í kúluvarpi og varð þriðji í hástökki.Jónas Grétarsson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð þriðji í 60 m og 400 m hlaupum.Tryggvi Þórisson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð annar í hástökki.Valgerður Einarsdóttir, 13 ára sigraði í hástökki.Hildur Helga Einarsdóttir, 13 ára sigraði í kúluvarpi.Sæþór Atalson, 11 ára sigraði í kúluvarpi.Rúrik Nikolai Bragin, 10 ára sigraði í langstökki og skutlukasti.Daði Kolviður Einarsson, 10 ára sigraði í 60 m hlaupi og varð annar í skutlukasti.Hrefna Sif Jónasdóttir, 11 ára varð önnur í langstökki og 400 m hlaupi.Bríet Bragadóttir, 13 ára varð önnur í 400 m hlaupi og þriðja í 60 m hlaupi.Helga Margrét Óskarsdóttir, 14 ára varð þriðja í kúluvarpi.Hreimur Karlsson, 10 ára varð þriðji í 60 m hlaupi og langstökki.Öll úrslit mótsins eru á .---Íslandsmetarhaf í 4 x 200 metra hlaupi Dagur Fannar, Hákon Birkir, Tryggvi og Jónas.
Ljósmynd: Umf.