11.09.2015
Norræna skólahlaupið var sett í í blíðskaparveðri í Sunnulækjarskóla á Selfossi síðastliðinn föstudag. Hlaupið var mjög vel skipulagt af skólans hálfu og tóku um 600 grunnskólanemendur þátt.
11.09.2015
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði.Veita má framlög til eftirfarandi verkefna:
• sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
• útbreiðslu- og fræðsluverkefna
• íþróttarannsókna
• verkefna samkvæmt 13.
10.09.2015
Það voru sex lið sem tóku þátt í fyrsta Ragnarsmóti kvenna sem lauk með sigri Fram um helgina.Lið Selfoss stóð sig afskaplega vel og vann öruggan 28-20 sigur á HK, tapaði með einu marki 29-30 fyrir sigurvegurum mótsins og vann mjög góðan 33-30 sigur á ÍBV í leik um þriðja sætið.Í lok móts var Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir valin besti leikmaðurinn ásamt því að hún var markahæst.
10.09.2015
Það verður stórleikur í íþróttahúsi Vallaskóla á morgun, föstudag 11.september kl. 19:30 en þá eigast við heimaliðin Selfoss og Mílan.
10.09.2015
Út er kominn nýr bæklingur á vegum ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga og ber hann heitið .Á Íþróttaþingi í apríl 2015 var endurskoðuð stefna um íþróttir barna og unglinga samþykkt og hefur innihald stefnunnar tekið nokkrum breytingum.
09.09.2015
Í dag hefjast verkefnin og á vegum ÍSÍ.Göngum í skólann fer fram í níunda sinn dagana 9. september til 7. október 2015.Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
09.09.2015
Í tilefni að heilsueflandi september í Rangárþingi eystra verður Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins verður með fyrirlestur í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld, miðvikudag 9.
09.09.2015
Þriðjudaginn 1. september sl. skrifaði fulltrúi Frjálsíþróttadeilar Umf. Selfoss undir samstarfssamning við Fjölbrautaskóla Suðurlands vegna Frjálsíþróttaakademíu sem hóf starfsemi sína á haustdögum, nánar tiltekið miðvikudaginn 26.
09.09.2015
Sýningin „Lógó í Listagjánni“ var opnuð í Listagjánni í Bókasafni Árborgar fimmtudaginn 3. september.Sýningin samanstendur af 40 lógóum eða merkjum sem Örn Guðnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umf.
08.09.2015
Stelpurnar okkar heimsóttu í gær Alvogenvöllinn í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Selfoss valtaði yfir KR 7-1 og vann þar með sinn stærsta sigur í efstu deild frá upphafi.Dagný Brynjarsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Donna Kay Henry gerðu tvö mörk hver auk þess sem Erna Guðjónsdóttir smellhitti boltann með vinstri fæti fyrir utan teig og klessti honum upp í samskeytin undir lok fyrri hálfleiks.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Fyrir seinustu umferðina eru stelpurnar í þriðja sæti með 33 stig, þremur stigum á undan Þór/KA en liðin leika hreinan úrslitaleik um þriðja sætið í Pepsi-deildinni laugardaginn 12.