Ísak Gústafsson framlengir

Ísak Gústafsson hefur framlengt samning sinn við Selfoss til tveggja ára.  Þessi 17 ára örvhenta skytta er í hópi efnilegustu leikmanna Selfoss.

Guggusund | Ný námskeið hefjast 4. febrúar

Ný námskeið í  hefjast fimmtudaginn 4. febrúar, föstudaginn 5. febrúar og laugardaginn 6. febrúar. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða) Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára) Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára) Klukkan 19:30 byrjendahópur  (frá um 2 mánaða)Föstudaga Klukkan 15:00 námskeið ? (auglýst síðar) Klukkan 15:45 námskeið ? (auglýst síðar) Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn) Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn) Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga Klukkan 9:15 námskeið 3 (um 1-2 ára börn) Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára) Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á  og í síma 848-1626.

Fréttabréf UMFÍ

Fyrsti vinningur í jólahappadrætti 2020

Föstudaginn 18. desember síðastliðinn var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, 65“ sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 2.139 sem er í eigu Tómasar Þóroddssonar og Idu Sofiu Grundberg.

Flugeldasýning á þrettándanum

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri flugeldasýningu mánudaginn 6. janúar. Þrátt fyrir að þrettándagleðin á Selfossi verði með óhefðbundnu sniði að þessu sinni býður Ungmennafélag Selfoss upp á glæsilega flugeldasýningu í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Björgunarfélag Árborgar.Sýningin hefst kl.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn janúarmánaðar eru Ragna Júlía Hannesdóttir og Leifur Freyr Leifsson.Leifur Freyr er í 5. flokki, æfir mjög vel og hefur verið að taka stöðugum framförum upp á síðkastið.Ragna Júlía er líka í 5.flokki, sinnir æfingum af krafti og er til fyrirmyndar á öllum æfingum.Óskum þessum krökkum til hamingju. Áfram Selfoss :).

UMFÍ bikarinn afhentur

Á aðalfundi Umf. Selfoss, þar sem árið 2019 var gert upp og tókst loks að halda í fjarfundi miðvikudaginn 16. desember síðastliðinn, var tilkynnt að handknattleiksdeild og knattspyrnudeild deildu UMFÍ bikarnum sem deildir ársins hjá félaginu fyrir árið 2019.Öllum er í fersku minni Íslandsmeistaratitill í handknattleik og bikarmeistaratitill í knattspyrnu sem unnust árið 2019 og taldi stjórn félagsins ómögulegt að gera upp á milli þessara stærstu afreka í sögu félagsins.Það þótti við hæfi að Viktor Pálsson formaður Umf.

Árið gert upp

Meistaraflokkur karla tók sinn árlega áramótabolta í íþróttahúsinu í Vallaskóla í vikunni og er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd. Áður en boltinn hófst afhenti knattspyrnudeild nokkrum leikmönnum viðurkenningu fyrir vel unnin störf í sumar. Þorsteinn Aron Antonsson var valinn efnilegasti leikmaður tímabilsins.

Flugeldasala knattspyrnudeildar

Flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður í félagsheimilinu Tíbrá við íþróttavöllinn við Engjaveg.Opið verður sem hér segir:28.

Ragnar Jóhannsson kemur heim

Örvhenta skyttan Ragnar Jóhannsson hefur samið við Handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Ragnar er Selfyssingum að góðu kunnur og þarf vart að kynna.