Eva og Konráð fimleikafólk ársins

Á jólasýningu Fimleikadeildar Selfoss hefur skapast sú hefð að krýna fimleikamenn ársins.Að þessu sinni urðu fyrir valinu Eva Grímsdóttir  19 ára Selfossmær og Konráð Oddgeir Jóhannsson 16 ára Selfyssingur.

Býr kraftur í þér?

Búið er að opna formlega fyrir skráningar sjálfboðaliða á vef Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða á Íslandi 1.- 6. júní 2015.Smáþjóðaleikarnir eru stærsta verkefni sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur tekið að sér.

Jólamót Frjálsíþróttadeildar

Jólamót Frjálsíþróttadeildar Selfoss fyrir iðkendur 9 ára og yngri var haldið í Iðu mánudaginn 8. desember sl. Á mótinu var stokkið, kastað og hlaupið undir dynjandi jólatónlist.Góð þátttaka var bæði barna og foreldra sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.

Glæsilegar glímur á HSK mótinu

Þann 9. desember fór HSK mót yngri flokka í júdó fram í íþróttasalnum í gamla Sandvíkurskóla.Til leiks mættu 23 keppendur í tveim aldursflokkum og komu þeir allir frá Umf.

Heiðdís til liðs við Selfoss

Rétt í þessu var knattspyrnudeild Selfoss að ganga frá eins árs samningi við varnarmanninn Heiðdísi Sigurjónsdóttur.Heiðdís, sem er fædd árið 1996 og kemur frá Hetti á Egilsstöðum, er ein efnilegasta knattspyrnukona landsins, hættulega hraður og hávaxin varnarmaður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar spilað 69 meistaraflokksleiki í deild og bikar með Hetti og skorað 29 mörk.

Jólasveinarnir koma á jólatorgið á Selfossi

Á morgun, laugardaginn 13. desember, munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á jólatorginu í Sigtúnsgarðinum.Dagskráin hefst kl.15:30 en þá syngur Karlakór Selfoss jólalög og forseti bæjarstjórnar Kjartan Björnsson flytur ávarp.

Selfoss fær liðsstyrk í Pepsi-deildinni

Gengið hefur verið frá samkomulagi við tvo leikmenn sem kom til með að spila fyrir Selfoss í Pepsi-deildinni næsta sumar. Það eru bandaríski markvörðurinn Chanté Sandiford og Magdalena Anna Reimus, ung og efnileg knattspyrnukona frá Hetti á Egilsstöðum sem skrifaði undir tveggja ára samning.Við bjóðum leikmennina velkomna í Selfoss og fögnum því að ungir og efnilegir íþróttamenn velji Selfoss.Sjá nánari upplýsingar um Sandiford á vef .---Magdalena (t.h.) ásamt Guðmundu Brynju fyrirliða Selfoss. Mynd: Umf.

Öruggur sigur á Mílunni

Selfoss vann góðan útisigur á félögum sínum í Mílunni 19-24 í skemmtilegum leik í Vallaskóla í kvöld.Selfoss byrjaði betur í upphafi leiks og komst í 3-7 þegar fyrri hálfleikur var u.þ.b.

Dagný meðal fjögurra bestu

Dagný Brynj­ars­dótt­ir, leikmaður Pepsi-deildarliðs Selfoss í knatt­spyrnu, er í hópi þeirra fjög­urra sem koma til greina sem besta knatt­spyrnu­kona banda­ríska há­skóla­bolt­ans í vet­ur.Til­nefn­ing­in er til hinna svo­kölluðu Honda Sports-verðlauna, en Honda er aðalstyrkt­araðili þeirra.

HSK mótið í taekwondo

HSK mótið í taekwondo verður haldið sunnudaginn 14. desember í Iðu á Selfossi.Mótið byrjar klukkan 10:00 og verður keppt í þremur greinum: Sparring (bardaga), Poomse (form) og þrautabraut.