Landsliðssystkin á Selfossi

Nú hefur það verið svo á undanförnum árum, eins og alkunna er, að Selfoss hefur átt ætíð vænan hóp iðkenda í unglingalandsliðum Íslands sem margir hverjir hafa síðan tekið skrefið í A-landslið.  Það í sjálfu sér er merkilegt og ber hinu góða starfi handknattleiksdeildar gott vitni.En nú ber svo við að vel rúmlega helmingur þeirra landsliðskrakka sem Selfoss á eru systkin og það er algjört einsdæmi á Íslandi.  Þetta eru þau:Teitur Örn (U-18) og Hildur Helga (U-14) Einarsbörn. Katrín Ósk (U-20) og Katla María (U-16) Magnúsardætur. Elena Elísabet Birgisdóttir (U-20) og Tryggvi Sigurberg Traustason (U-14). Hulda Dís (U-20) og Haukur (U-16) Þrastarbörn.Hulda Dís og Haukur eru systkini A-landsliðskonunnar Hrafnhildar Hönnu auk þess sem Örn bróðir þeirra er einn af þjálfurum í handboltaskóla HSÍ en meðal þátttakenda í honum var einmitt Tinna Sigurrós Traustadóttir systir Elenu og Tryggva.Flott hjá þessum efnilegu handboltaiðkendum og vonandi að þau haldi áfram að bera hróður Selfoss sem víðast.---Systkinin f.v.

Þjóðahátíðarblöðrur og hátíðarkaffi

Fimleikadeild Umf. Selfoss verður með blöðrusölu í tjaldinu í miðbæjargarðinum á 17. júní. Tjaldið opnar klukkan 11 og hægt að nálgast blöðrur strax þá.

Íþrótta- og útivistarklúbburinn - Nýtt námskeið hefst mánudag 20. júní

Nýtt tveggja vikna námskeið í íþrótta- og útivistarklúbbnum, sem er fyrir öll börn fædd 2006-2011, hefst á mánudag en klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumaranámskeið fyrir hressa krakka.Námskeiðið hefst mánudaginn 20.

Útileikir í bikarnum

Í gær var dregið var í fjórðungsúrslitum í Borgunarbikarkeppni karla og kvenna en Selfoss átti lið í báðum flokkum.Í kvennaflokki fékk Selfoss útileik gegn ÍBV en liðin mættust einmitt í fjórðungsúrslitum í fyrra í leik sem endaði í vítaspyrnukeppni.

Selfoss vann stigakeppnina örugglega

Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Hveragerði 31. maí sl. og mættu keppendur frá þremur félögum til leiks.Selfoss vann stigakeppni félaga með 111 stig, Hamar varð í öðru með 59 stig og Dímon í þriðja með 24 stig.Stigahæsti sundmaðurinn var Kári Valgeirsson Umf.

Frækilegur sigur á Fjarðabyggð

Selfyssingar lögðu Fjarðabyggð að velli 2-1 í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í gær. Arnar Logi Sveinsson og JC Mack skorðuð mörk Selfyssinga.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Með sigrinum eru Selfyssingar komnir upp í 6.

Fimleikadeild Selfoss óskar eftir þjálfara

Fimleikadeild Selfoss óskar eftir að ráða þjálfara fyrir elstu hópa félagsins í hópfimleikum. Um er að ræða þjálfun á iðkendum fæddum 2002 og eldri bæði strákum og stelpum.

Spennandi og skemmtilegt mót í mótokross

Fyrsta umferðin í Íslandsmeistaramótinu í mótokrossi fór fram um seinustu helgi. Keppnin var haldin í mótokrossbrautinni á Selfossi og voru aðstæður með besta móti þar sem veðrið lék við keppendur og áhorfendur.Keppt var í mörgum flokkum og voru félagar úr mótokrossdeild Selfoss meðal þátttakenda í mörgum þeirra.

Endurtekið efni Selfyssinga

Selfyssingar eru komnir í fjórðungsúrslit Borgunarbikars kvenna eftir magnaða endurkomu gegn Val á JÁVERK-vellinum á laugardag. Valskonur voru 0-2 yfir þegar Lauren (Lo) Hughes minnkaði muninn á 80.

Selfyssingar komnir í fjórðungsúrslit

Selfyssingar tryggðu sér sæti í fjóðungsúrslitum í Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 4-3 sigur á Víðismönnum í framlengdum leik á JÁVERK-vellinum í gær.Richard Sæþór Sigurðsson kom Selfyssingum í 2-0 og eftir að Víðismenn jöfnuðu kom Arnór Gauti Ragnarsson Selfyssingum í 3-2.