Stefán Árnason þjálfari meistaraflokks karla

Handknattleiksdeild Selfoss hefur ráðið Stefán Árnason sem þjálfara meistaraflokks karla í handknattleik.Stefán er Selfyssingum að góðu kunnur, hann þjálfaði hér á árunum 2009-2013 áður en hann fór til Vestmannaeyja þar sem hann þjálfaði í tvö ár.Á Selfossi hefur Stefán náð sínum besta árangri, lið undir hans stjórn hafa unnið fjóra Íslandsmeistartitla og tvo bikarmeistaratitla, auk þess sem hann vann Partille Cup með liði Selfoss.Stefán er að fara að þjálfa meistaraflokk í fyrsta sinn.

Opið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi

Opnað hefur verið fyrir sem verður haldið á Blönduósi dagana 26.-28. júní.Allir sem eru 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum á mótinu, hvort sem þeir eru í félagi eða ekki.

Öruggur sigur á Val

Stelpurnar okkar unnu sanngjarnan 3-1 sigur á Val á útivelli í Pepsi-deildinni í gær.Áhorfendur voru enn að tínast í stúkuna þegar Guðmunda Brynja þrumaði boltanum í slánna og inn eftir sendingu frá Donnu Kay Henry.

Þór þriðji og Fjóla fimmta á Smáþjóðaleikunum

Smáþjóðaleikunum, sem fram fóru á Íslandi, lauk laugardaginn 6. júní. Eins og áður hefur komið fram áttu Selfyssingar tvo keppendur á mótinu.Þór Davíðsson nældi sér í bronsið í í júdó.

Sveitarfélagið Árborg sækir um Unglingalandsmót 2018

Stjórn Ungmennafélags Íslands auglýsti í lok apríl  eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 7.

Þrjú gull og eitt silfur á Vormóti ÍR

Vormót ÍR var haldið á Laugardalsvelli í rigningu og roki þann 8. júní sl. Þær Fjóla Signý Hannesdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir létu það ekki á sig fá heldur mættu galvaskar og uppskáru gott mót.Fjóla Signý sigraði í þremur greinum, 100 m grindahlaupi á tímanum 16,86 sekúndum í miklum mótvindi, 400 m grindahlaupi á tímanum 67,53 sekúndum og að lokum náði hún að stökkva yfir 1,66 m í hástökki þrátt fyrir að hafa ekki keppt í hástökki um langan tíma.Thelma Björk Einarsdóttir hjó nærri  34 ára gömlu Selfossmeti Elínar Gunnarsdóttur (37,28 m) er hún kastaði kringlunni 36,73 m, bætti sig um tæpa tvo metra og hafnaði í öðru sæti.Frábær byrjun á sumrinu hjá þessum öflugu íþróttakonum.

Ólík hlutskipti liðanna í bikarnum

Stelpurnar okkar unnu öruggan sigur á 1. deildarliði Völsungs í 16-liða úrslitum Borgunarbikarkeppninnar á JÁVERK-vellinum á laugardag.

Íþrótta- og útivistarklúbburinn hefst á morgun

Ungmennafélag Selfoss mun í sumar bjóða upp á fimm fjölbreytt og skemmtileg tveggja vikna sumarnámskeið fyrir hressa krakka fædd árin 2005-2010.

Mátunardagur með Jako á þriðjudag

Umf. Selfoss í samstarfi við Jako hefur skipulagt mátunardag í Tíbrá á morgun, þriðjudaginn 9. júní, milli kl. 16 og 19.Auk tilboðsins sem hægt er að skoða í PDF-skjalinu hér að ofan verður boðið upp á æfingasett sem inniheldur vindjakka, (windbreaker), peysu, buxur (síðar eða kvart), bol, stuttbuxur og sokka. Verðið á æfingasettinu er kr.

Hrafnhildur Hanna í eldlínunni

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðið eru í erfiðri stöðu eftir fyrri leik liðsins gegn Svartfjallalandi í umspili um sæti á HM í Danmörku í desember.Íslenska liðið spilaði vel í upphafi leiks og náði mest sex marka forystu í stöðunni 10-4 en að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 12-12.