Ómar Ingi tryggði 5. sætið

U-18 ára landsliðið lauk leik á Sparkessen Cup í Þýskalandi í gær. Þegar upp var staðið hafði liðið tryggt sér 5. sæti á mótinu sem verður að teljast viðunandi árangur.

Landsliðsæfingar á nýju ári

Fyrstu helgina á nýju ári verða Selfyssingarnir Sindri Pálmason og Svavar Berg Jóhannsson á landsliðsæfingu hjá U19  landsliðinu. Æfingarnar fara fram í Kórnum undir stjórn Kristins Rúnars Jónssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Tvö töp

Ómar Ingi Magnússon og félagar í U-18 ára landsliðinu léku í gær tvo leiki á Sparkassen Cup í Þýskalandi. Þrátt fyrir erfiða mótherja stóð Ómar Ingi fyrir sínu í leikjunum og skoraði 4 mörk í hvorum leik.Í fyrri leik dagsins mætti liðið Sviss og töpuðu strákarnir leiknum 27-22.

Ómar Ingi fór á kostum gegn Finnum

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon fór á kostum með U-18 ára landsliðinu í gærkvöldi í leik á Sparkassen Cup í Þýskalandi þegar liðið mætti Finnum.

Flugeldasala

Flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður í félagsheimilinu Tíbrá við íþróttavöllinn við Engjaveg.Opið verður sem hér segir:28.

Selfoss samþykkir tilboð í Sindra

Selfyssingar hafa samþykkt tilboð danska úrvalsdeildarliðsins Esbjerg í miðjumanninn unga Sindra Pálmason.Sindri, sem er 17 ára gamall, fór til Esbjerg á reynslu í október og í kjölfarið sýndi danska félagið mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig.Sindri er miðjumaður og spilaði hann þrjá leiki með uppeldisfélagi sínu í 1.

Flugeldabingó

Hið árlega flugeldabingó Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldið sunnudaginn 29. desember kl. 20:00 í íþróttahúsinu Iðu.

Hátíðarkveðja frá knattspyrnudeild

Skemmtilegt knattspyrnuár er senn á enda. Mörg verkefni voru unnin á árinu, stór og smá. Meistaraflokkar karla og kvenna stóðu sig vel, kvennalið okkar sannaði sig meðal þeirra bestu og karlalið okkar, ungt og upprennandi, freistar þess á nýju ári að komast í úrvalsdeild.Yngri flokka starf deildarinnar er umfangsmikið.

Jólakveðja Ungmennafélags Selfoss

Ungmennafélag Selfoss sendir bestu jóla- og nýárskveðjur til Selfyssinga sem og Sunnlendinga allra.Við þökkum iðkendum, foreldrum, þjálfurum og félagsmönnum öllum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.Þá viljum við koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra styrktaraðila félagsins sem og annarra velunnara okkar.Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu.Fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss,Kristín Bára Gunnarsdóttir, formaðurGissur Jónsson, framkvæmdastjóri

Tveir af öflugustu júdómönnum landsins mættust

HSK mótið í júdó var haldið þriðjudaginn 17. desember. 17 keppendur voru skráðir til leiks í fimm þyngdarflokkum, auk opins flokks karla.