Brenna áfram á Selfossi

Bandaríski sóknarmaðurinn Brenna Lovera hefur skrifað undir nýjan, tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Lovera, sem er 24 ára gömul, kom til liðs við Selfoss í vor frá Boavista í Portúgal.

Alexander Adam Íslandsmeistari

Fjórða og síðasta umferð Íslandsmeistaramótsins í mótokross fór fram um seinustu helgi í Bolaöldu. Alexander Adam Kuc sigraði örugglega í unglingaflokki með fullt hús stiga eftir sumarið og landið þar með Íslandsmeistaratitlinum.

Silfur hjá Elínborgu og Tinnu í Litháen

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir voru á dögunum ásamt U-17 ára landsliði kvenna í handbolta í Klaipeda í Litháen.

Stelpurnar áfram á sigurbraut

Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna sem fram fór á þriðjudag. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum.Stelpurnar frá Selfossi voru algjörlega frábærar í fyrri hálfleik og stjónuðu leiknum frá a-ö.

Öruggur sigur og sætið tryggt!

Selfoss tryggði sæti sitt í Lengjudeildinni að ári þegar liðið sigraði Víking Ó. í Lengjudeildinni. Vaskur stuðningsmannahópur Selfyssinga lagði leið sína í Ólafsvík og studdi liðið í leiknum. Valdimar Jóhannsson kom Selfyssingum yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir flottan undirbúning Ingva.

Knattspyrnudeildin og Íslandsbanki áfram í samstarfi

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki skrifuðu undir samning í síðustu viku þess efnis að Íslandsbanki verður áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar.Það voru þeir Adolf Ingvi Bragason, útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi, og Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, sem skrifuðu undir samninginn í félagsheimilinu Tíbrá við Engjaveg.„Við erum mjög ánægð með að hafa endurnýjað samninginn við Íslandsbanka.

Þrjú héraðsmet á Selfossleikunum

Þrjú héraðsmet voru sett á Selfossleikunum í frjálsum íþróttum sem fram fóru á Selfossi þann 17. ágúst síðastliðinn.Metin féllu öll í 300 m grindahlaupi en Helga Fjóla Erlendsdóttir, Garpi, sigraði í flokki 12 ára stúlkna á 53,97 sek og í flokki 11 ára stúlkna sigraði Adda Sóley Sæland, Selfossi, á 61,04 sek.Þær bættu þar með níu ára gömul met Helgu Margrétar Óskarsdóttur, Selfossi, sem átti metin í báðum flokkunum.

Fullkomin frammistaða!

Selfoss vann frábæran sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Lengjudeildinni í gærkvöldi. Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttunni í neðri hluta deildarinnar.

Umsjónarmaður íþróttaskóla

Fimleikadeild Selfoss leitar eftir umsjónarmanni við íþróttaskóla deildarinnar. Íþróttaskóli deildarinnar á sér langa sögu og er afar vel sóttur af börnum á aldrinum 0-5 ára og foreldrum þeirra.

Örn ráðinn íþróttastjóri handknattleiksdeildar

Örn Þrastarson hefur verið ráðinn íþróttastjóri handknattleiksdeildar Umf. Selfoss. Staða íþróttastjóra er ný innan deildarinnar og tekur yfir allt faglegt starf hennar ásamt yfirumsjón með þjálfun yngri flokka félagsins og stjórn handknattleiksakademíu deildarinnar.