Góður árangur á Ásvallamóti

Fjórir sundmenn úr gull- og silfurhópum Selfoss kepptu á Ásvallamóti SH fyrir rúmri viku en til að öðlast keppnisrétt á mótinu þurfti að ná ákveðnum lágmörkum.

Hannes, Tryggvi og Ísak framlengja við Selfoss

Þeir Hannes Höskuldsson, Tryggvi Þórisson og Ísak Gústafsson hafa allir framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss á síðustu misserum.  Allir hafa þeir verið viðloðandi meistaraflokk í vetur. Hannes Höskuldsson er 19 ára gamall vinstri hornamaður og hefur verið öflugur með U liði Selfoss í vetur ásamt því að vera í meistaraflokk. Tryggvi Þórisson er 16 ára línumaður.  Hann hefur spilað með 3.

Tap gegn Haukum í Hleðsluhöllinni

Selfoss mætti Haukum í troðfullri Hleðsluhöll í Olísdeildinni í kvöld, uppselt var á leikinn og þurfti að vísa fólki frá. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri Hauka, 27-29.Leikurinn var meira og minna í járnum og aldrei munaði meira en þremur mörkum á liðunum.

Fjör á opinni handboltaæfingu

Það var fjör í Hleðsluhöllinni á föstudaginn þegar alls mættu 47 hressir krakkar á aldrinum 6-14 ára á opna æfingu hjá handknattleiksdeildinni.

Mikill kraftur í starfi mótokrossdeildar

Það var mjög góð mæting á aðalfundur mótokrossdeildar Selfoss sem fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 21. mars. Mikill kraftur er í starfi deildarinnar og eru menn stórhuga fyrir næsta sumar í mótokrossinu.Nýja stjórn skipa f.v.

Vel heppnaður aðalfundur handknattleiksdeildar

Aðalfundur handknattleiksdeildarinnar var haldinn í Tíbrá miðvikudagskvöldið s.l. Heppnaðist fundurinn með ágætum og var vel mætt.Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og var ársskýrsla og reikningar deildarinnar lagðir fram til samþykktar.

Aðstöðuleysi háir starfi fimleikadeildar

Fimleikadeild Selfoss hélt aðalfund sinn í Tíbrá þriðjudaginn 19. mars þar sem kom fram að aðstöðuleysi háir deildinni en afar erfitt er að fjölga iðkendum þar sem íþróttahúsið Baula en nú fullsetið.

Stöðugleiki í starfi taekwondodeildar

Aðalfundur taekwondodeildar Selfoss var haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 19. mars þar sem kom fram að starf deildarinnar er stöðugt og fjármál í góðu lagi.Ein breyting var á stjórn þar sem Magnús Ninni Reykdalsson hætti í stjórn en í stjórn voru kjörin f.v.

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss 2019

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2019 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 4. apríl klukkan 20:00. Aðalfundur Umf.

Fjóla og Dagur Fannar kepptu í fjölþraut

Dagana 9. og 10. mars sl. fór fram bætingamót í Kaplakrika, svokallað Lenovomót FH. Keppt var meðal annars í fimmtarþraut kvenna og sjöþraut karla.