Einar æfir með Ljónunum í Rhein-Neckar

Miðjumaðurinn efnilegi Einar Sverrisson er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann stundar æfingar með Rhein-Neckar Löwen sem þjálfað er af Guðmundi Guðmundssyni fyrrum landsliðsþjálfara Íslands.

Guðmunda Brynja í úrvalsliði fyrri umferðar

Guðmunda Brynja Óladóttir fyrirliði Selfoss var valin í úrsvalslið fyrri umferðar Pepsi deildarinnar í knattspyrnu en valið var kynnt húsakynnum Ölgerðarinnar í dag.

Sundþjálfari óskast

Sunddeild Umf. Selfoss óskar eftir að ráða sundþjálfara til starfa næsta vetur með möguleika á framtíðartarfi.Starfið felst í þjálfun barna og unglinga ásamt yfirumsjón með öllum hópum.

Meistaramót Íslands

Það voru 17 keppendur frá HSK/Selfoss sem tóku þátt í Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri um helgina. Þrír meistaratitlar unnust á mótinu hjá þeim Fjólu Signýju Hannesdóttur í 400 m grindahlaupi, Kristni Þór Kristinssyni í 800 m hlaupi og Ólafi Guðmundssyni í 110 m grindahlaupi.Lesa má nánar um afrek Selfyssinga á .

Gunnar á Völlum sér um kvöldvökuna

Nú er allt að verða klárt fyrir Meistaradeild Olís 2013. Mótið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Í sundlaugapartýinu á föstudeginum ætla þeir Hreimur og Árni úr hljómsveitinni Land og Synir að halda uppi stemmingunni.

Víkingahátíð á Selfossvelli

Selfyssingar bitu svo sannarlega í skjaldarrendur Víkinga á Selfossvelli í gær. Þegar upp var staðið höfðu Selfyssingar komið boltanum sex sinnum í mark Víkinga með löglegum hætti auk þess að misnota vítaspyrnu á upphafsmínútum leiksins.

Fótboltadagur fyrir stelpur á Selfossvelli

Laugardaginn 27. júlí milli kl. 11 og 12 verður risastór fótboltaæfing á Selfossvelli. Æfingin er fyrir allar stelpur á Selfossi og nágrenni sem æfa eða hafa áhuga að prófa fótbolta.Þjálfarar og leikmenn meistaraflokks kvenna á Selfossi stýra skemmtilegum æfingum og leikjum og spjalla við stelpurnar.

10 Selfyssingar í Kiel

Um þessar mundir eru 10 ungir og efnilegir handboltamenn frá Selfossi í Kiel í Þýskalandi í handboltaskóla. 52 manna hópur frá Íslandi lagði af stað í nótt til Þýskalands ásamt þjálfurum og fararstjórum.Handboltaskólinn er unninn í samvinnu við Alfreð Gíslason, þjálfara Kiel, sem mun m.a.

Stelpurnar sigruðu Svía í fjórðungsúrslitum

3. flokkur kvenna Selfoss komst í undanúrslit à USA Cup knattspyrnumótinu í Minneapolis í Bandaríkjunum.Stúlkurnar unnu glæstan 2-1 sigur à sterku sænsku liði í fjórðungsúrslitum.

Leikmenn skrifa undir samninga

Thelma Sif Kristjánsdóttir framlengdi samning sinn við Selfoss til tveggja ára nú í kvöld. Thelma er öflug hægri skytta sem spilaði með meistaraflokki kvenna á síðasta tímabili.Andri Hrafn Hallsson skrifaði einnig undir samning en hann er að koma aftur til síns uppeldisfélags eftir að hafa spilað með Aftureldingu og Víkingi.