10.05.2021
Nýliðar Selfoss léku fyrsta leik tímabilsins í Lengjudeildinni á laugardag þegar lið Vestra kom í heimsókn.Heimamenn fengu skell þar sem Vestramenn voru mun beittari í upphafi leiks og skoruðu þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútunum án þess að Selfyssingar fengju rönd við reist.
10.05.2021
Selfoss tapaði fyrir ÍR í síðasta leik sínum í Grill 66 deild kvenna þennan veturinn á föstudaginn, 24-23.
Leikurinn var nokkuð jafn, en Selfoss var alltaf skrefinu á undan.
10.05.2021
Selfoss fór norður og sótti tvö góð stig gegn Þór Akureyri. Selfoss unnu leikinn með sex mörkum, 21-27. Þórsarar byrjuðu leikinn betur en Selfoss jafnaði í stöðunni 5-5.
08.05.2021
Selfoss spilar sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni á laugardag þegar lið Vestra kemur í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á JÁVERK-vellinum.
Í ljósi aðstæðna þá er bara hægt að taka á móti 100 áhorfendum.
06.05.2021
Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en stelpurnar okkur stjórnuðu leiknum þó ágætlega. Brenna Lovera kom okkur yfir í lok fyrri hálfleiks eftir fyrirgjöf frá Hólmfríði Magnúsdóttur.
Í seinni hálfleik var sama saga þar sem Selfoss stýrði leiknum.
05.05.2021
Selfyssingar tóku á móti Völsurum í Olísdeild karla í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra byrjun töpuðu strákarnir með fimm mörkum, 26-31.Selfoss byrjaði mun betur í leiknum og voru búnir að skora fjögur mörk gegn engu hjá Val.
04.05.2021
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í nítjánda sinn fyrir , heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 5.-25. maí.
03.05.2021
Fyrir aðalfund Umf. Selfoss sem fór fram í fjarfundi fimmtudaginn 29. apríl var tilkynnt um val á íþróttafólki Umf. Selfoss fyrir árið 2020.
02.05.2021
Stelpurnar töpuðu í dag fyrir ungmennaliði Vals í Grill 66 deildinni, 26-33.Valsarar byrjuðu leikinn betur án þess að ná að slíta sig fram úr Selfyssingum. Heimakonur unnu sig hratt inn í leikinn og jöfnuðu leikinn þegar um tólf mínútur voru liðnar, 7-7. Selfyssingar voru svo með frumkvæðið fram að hálfleik þar sem þær leiddu 15-14. Valsarar skoruðu fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiks og tóku leikinn aftur til sín. Selfyssingar fóru illa með boltann á þessum kafla og gestirnir gengu á lagið og bættu heldur í forystuna. Það bil varð ekki brúað og endaði leikurinn með sigri Valsara, lokatölur 26-33.Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 9, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 7, Agnes Sigurðardóttir 5, Rakel Guðjónsdóttir 3, Hugrún Tinna Róbertsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 7 (17%)Næsti leikur hjá stelpunum okkar er jafnframt lokaleikur þeirra í vetur. Þá fara þær í Breiðholtið þar sem þær mæta ÍR á föstudagskvöldið næstkomandi kl.