Íslandsmet, þrjú HSK met og 26 verðlaun

Frjálsíþróttadeild Selfoss gerði um helgina góða ferð á Gaflarann sem er opið frjálsíþróttamót fyrir 10-14 ára. Mótið í ár var gríðarlega stórt, yfir 300 keppendur og greinilegt að frjálsar íþróttir eru vaxandi grein.Mjög mikið var um persónulegar bætingar hjá krökkunum okkar á mótinu og lofar það góðu fyrir framhaldið.Besta afrek okkar var án efa í 4x200 metra boðhlaupi 13 ára pilta en þeir settu glæsilegt Íslands- og HSK met á tímanum 1:52,62 mín og bættu Íslandsmetið um nærri 2 sekúndur.Hrefna Sif Jónasdóttir bætti HSK metið í 400 metra hlaupi um rúmar 5 sekúndur er hún hljóp á 71,91 sekúndu og Dagur Fannar Einarsson bætti einnig HSK met í 400 metra hlaupi 13 ára pilta sem hann hljóp á 60,12 sekúndum.Alls unnu Selfyssingar til næstflestra verðlauna á mótinu, samtals 26, ellefu gullverðlaun, níu silfurverðlaun og sex bronsverðlaun.Dagur Fannar Einarsson, 13 ára sigraði í 60 m hlaupi, 400 m hlaupi og boðhlaupi.Hákon Birkir Grétarsson, 13 ára sigraði í hástökki og boðhlaupi, fékk silfur í kúluvarpi, 60 m og 400 m hlaupum.Vilhelm Freyr Steindórsson, 13 ára sigraði í kúluvarpi og varð þriðji í hástökki.Jónas Grétarsson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð þriðji í 60 m og 400 m hlaupum.Tryggvi Þórisson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð annar í hástökki.Valgerður Einarsdóttir, 13 ára sigraði í hástökki.Hildur Helga Einarsdóttir, 13 ára sigraði í kúluvarpi.Sæþór Atalson, 11 ára sigraði í kúluvarpi.Rúrik Nikolai Bragin, 10 ára sigraði í langstökki og skutlukasti.Daði Kolviður Einarsson, 10 ára sigraði í 60 m hlaupi og varð annar í skutlukasti.Hrefna Sif Jónasdóttir, 11 ára varð önnur í langstökki og 400 m hlaupi.Bríet Bragadóttir, 13 ára varð önnur í 400 m hlaupi og þriðja í 60 m hlaupi.Helga Margrét Óskarsdóttir, 14 ára varð þriðja í kúluvarpi.Hreimur Karlsson, 10 ára varð þriðji í 60 m hlaupi og langstökki.Öll úrslit mótsins eru á .---Íslandsmetarhaf í 4 x 200 metra hlaupi Dagur Fannar, Hákon Birkir, Tryggvi og Jónas. Ljósmynd: Umf.

Verðmætir sjálfboðaliðar

Haustfundur frjálsíþróttaráðs HSK fór fram á Selfossi miðvikudagskvöldið 7. október síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur og á honum sköpuðust góðar umræður eins og greint var frá á .Á fundinum var farið yfir uppgjör MÍ 11-14 ára sem ráðið hélt á Selfossvelli í sumar.

Bronsleikar ÍR

Hinir árlegu Bronsleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 3. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Mótið er haldið til að heiðra Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.Á leikunum er keppt í fjölþraut barna, en greinarnar byggjast á styrk, snerpu, úthaldi og samhæfingu.

Haustfundur frjálsíþróttaráðs HSK

Haustfundur frjálsíþróttaráðs HSK verður haldinn miðvikudagskvöldið 7. október næstkomandi í Selinu og hefst kl 20:00.Öll aðildarfélög ráðsins eru hvött til að senda fulltrúa á fundinn.Dagskrá fundarins verður eftirfarandi: Fundarsetning og skipan fundarstarfsmanna Fundargerð síðasta aðalfundar Fjárhagsstaða ráðsins Uppgjör MÍ 11-14 ára 2015 Skipulag héraðsmóta 2016 og starfsmannamál Stórmót á HSK svæðinu 2016 Önnur mál.

Kristinn Þór til liðs við Selfoss

Kristinn Þór Kristinsson einn fremsti millivegalengdar hlaupari landsins hefur skipt yfir í Umf. Selfoss og gengið til liðs við Frjálsíþróttadeild félagsins.Kristinn er í dag fremsti  800 metra hlaupari landsins og hefur náð góðum árangri í þeirri vegalengd undanfarin ár.

Frjálsíþróttaakademía við FSu

Þriðjudaginn 1. september sl. skrifaði fulltrúi Frjálsíþróttadeilar Umf. Selfoss undir samstarfssamning við Fjölbrautaskóla Suðurlands vegna Frjálsíþróttaakademíu sem hóf starfsemi sína á haustdögum, nánar tiltekið miðvikudaginn 26.

Fjöldi HSK meta og Óli áttfaldur meistari

Meistaramót öldunga í frjálsíþróttum var haldið á Kópavogsvelli í lok ágúst. Fjórir keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt og unnu til fjölda verðlauna og settu samtals ellefu HSK met.

Kastþraut Óla Guðmunds - Stigamet hjá báðum kynjum

Árleg kastþraut Óla Guðmunds. fór fram föstudaginn 4. september síðastliðin í blíðskaparveðri á Selfossvelli. Keppni hófst kl.

13 HSK met sett í Brúarhlaupinu

Brúarhlaup Selfoss var haldið 8. ágúst sl. og voru hvorki meira né minna en þrettán HSK met sett þann daginn eins og fram kom í samantekt á .Lára Björk Pétursdóttir hljóp 5 km hlaup á 22;46 mín og setti  HSK met í sex flokkum, en árangur hennar er met  í 13, 14, 15, 16-17, 18-19 og 20-22 ára flokki stúlkna.Ástþór Jón Tryggvason setti þrjú HSK met í 5 km hlaupi.

Metaregn hjá Sigþóri og Thelmu

Sigþór Helgason úr Umf. Selfoss setti HSK met í spjótkasti í flokki 18-19 ára flokki drengja á bætingamóti FRÍ sem haldið var á Laugardalsvellinum 7.