09.11.2015
Frjálsíþróttadeild Selfoss gerði um helgina góða ferð á Gaflarann sem er opið frjálsíþróttamót fyrir 10-14 ára. Mótið í ár var gríðarlega stórt, yfir 300 keppendur og greinilegt að frjálsar íþróttir eru vaxandi grein.Mjög mikið var um persónulegar bætingar hjá krökkunum okkar á mótinu og lofar það góðu fyrir framhaldið.Besta afrek okkar var án efa í 4x200 metra boðhlaupi 13 ára pilta en þeir settu glæsilegt Íslands- og HSK met á tímanum 1:52,62 mín og bættu Íslandsmetið um nærri 2 sekúndur.Hrefna Sif Jónasdóttir bætti HSK metið í 400 metra hlaupi um rúmar 5 sekúndur er hún hljóp á 71,91 sekúndu og Dagur Fannar Einarsson bætti einnig HSK met í 400 metra hlaupi 13 ára pilta sem hann hljóp á 60,12 sekúndum.Alls unnu Selfyssingar til næstflestra verðlauna á mótinu, samtals 26, ellefu gullverðlaun, níu silfurverðlaun og sex bronsverðlaun.Dagur Fannar Einarsson, 13 ára sigraði í 60 m hlaupi, 400 m hlaupi og boðhlaupi.Hákon Birkir Grétarsson, 13 ára sigraði í hástökki og boðhlaupi, fékk silfur í kúluvarpi, 60 m og 400 m hlaupum.Vilhelm Freyr Steindórsson, 13 ára sigraði í kúluvarpi og varð þriðji í hástökki.Jónas Grétarsson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð þriðji í 60 m og 400 m hlaupum.Tryggvi Þórisson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð annar í hástökki.Valgerður Einarsdóttir, 13 ára sigraði í hástökki.Hildur Helga Einarsdóttir, 13 ára sigraði í kúluvarpi.Sæþór Atalson, 11 ára sigraði í kúluvarpi.Rúrik Nikolai Bragin, 10 ára sigraði í langstökki og skutlukasti.Daði Kolviður Einarsson, 10 ára sigraði í 60 m hlaupi og varð annar í skutlukasti.Hrefna Sif Jónasdóttir, 11 ára varð önnur í langstökki og 400 m hlaupi.Bríet Bragadóttir, 13 ára varð önnur í 400 m hlaupi og þriðja í 60 m hlaupi.Helga Margrét Óskarsdóttir, 14 ára varð þriðja í kúluvarpi.Hreimur Karlsson, 10 ára varð þriðji í 60 m hlaupi og langstökki.Öll úrslit mótsins eru á .---Íslandsmetarhaf í 4 x 200 metra hlaupi Dagur Fannar, Hákon Birkir, Tryggvi og Jónas.
Ljósmynd: Umf.
15.10.2015
Haustfundur frjálsíþróttaráðs HSK fór fram á Selfossi miðvikudagskvöldið 7. október síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur og á honum sköpuðust góðar umræður eins og greint var frá á .Á fundinum var farið yfir uppgjör MÍ 11-14 ára sem ráðið hélt á Selfossvelli í sumar.
14.10.2015
Hinir árlegu Bronsleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 3. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Mótið er haldið til að heiðra Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.Á leikunum er keppt í fjölþraut barna, en greinarnar byggjast á styrk, snerpu, úthaldi og samhæfingu.
05.10.2015
Haustfundur frjálsíþróttaráðs HSK verður haldinn miðvikudagskvöldið 7. október næstkomandi í Selinu og hefst kl 20:00.Öll aðildarfélög ráðsins eru hvött til að senda fulltrúa á fundinn.Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
Fundarsetning og skipan fundarstarfsmanna
Fundargerð síðasta aðalfundar
Fjárhagsstaða ráðsins
Uppgjör MÍ 11-14 ára 2015
Skipulag héraðsmóta 2016 og starfsmannamál
Stórmót á HSK svæðinu 2016
Önnur mál.
21.09.2015
Kristinn Þór Kristinsson einn fremsti millivegalengdar hlaupari landsins hefur skipt yfir í Umf. Selfoss og gengið til liðs við Frjálsíþróttadeild félagsins.Kristinn er í dag fremsti 800 metra hlaupari landsins og hefur náð góðum árangri í þeirri vegalengd undanfarin ár.
09.09.2015
Þriðjudaginn 1. september sl. skrifaði fulltrúi Frjálsíþróttadeilar Umf. Selfoss undir samstarfssamning við Fjölbrautaskóla Suðurlands vegna Frjálsíþróttaakademíu sem hóf starfsemi sína á haustdögum, nánar tiltekið miðvikudaginn 26.
08.09.2015
Meistaramót öldunga í frjálsíþróttum var haldið á Kópavogsvelli í lok ágúst. Fjórir keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt og unnu til fjölda verðlauna og settu samtals ellefu HSK met.
07.09.2015
Árleg kastþraut Óla Guðmunds. fór fram föstudaginn 4. september síðastliðin í blíðskaparveðri á Selfossvelli. Keppni hófst kl.
31.08.2015
Brúarhlaup Selfoss var haldið 8. ágúst sl. og voru hvorki meira né minna en þrettán HSK met sett þann daginn eins og fram kom í samantekt á .Lára Björk Pétursdóttir hljóp 5 km hlaup á 22;46 mín og setti HSK met í sex flokkum, en árangur hennar er met í 13, 14, 15, 16-17, 18-19 og 20-22 ára flokki stúlkna.Ástþór Jón Tryggvason setti þrjú HSK met í 5 km hlaupi.
28.08.2015
Sigþór Helgason úr Umf. Selfoss setti HSK met í spjótkasti í flokki 18-19 ára flokki drengja á bætingamóti FRÍ sem haldið var á Laugardalsvellinum 7.