07.01.2016
Æfingar hjá Umf. Selfoss eru hafnar að nýju eftir frí um áramótin. Flestir flokkar hjá félaginu voru í fríi yfir hátíðarnar en það eru margir af eldri hópunum sem una sér vart hvíldar þrátt fyrir jólasteik og áramót.
06.01.2016
Öðruvísi æfing var haldin hjá yngsta frjálsíþróttafólkinu í jólamánuðinum. Stillt var upp í Tarzan-leik og öllum að óvörum mættu nokkrir jólasveinar úr Ingólfsfjalli í Tarzanleikinn og tóku allir vel á því.
04.01.2016
Aldursflokkamót HSK 11-14 ára, unglingamót HSK 15-22 ára og héraðsmót fullorðinna í frjálsum íþróttum 2016 munu fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika sunnudaginn 10.
31.12.2015
Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar fyrir árið 2015 á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 29.
30.12.2015
Handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttafólk ársins í Sveitarfélaginu Árborg á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar sem fram fór í hátíðarsal FSu í gær.Hrafnhildur Hanna hefur náð frábærum árangri í ár og spilað sig upp í að verða lykilmanneskja í A-landsliði Íslands.
28.12.2015
Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar fer fram þriðjudaginn 29. desember kl. 19:30 í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands.
27.12.2015
Hið árlega flugeldabingó Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldið mánudaginn 28. desember klukkan 19:30 í íþróttahúsinu Iðu.Fjöldinn allur af flugeldum, af öllum stærðum og gerðum í vinninga.Veitingasala verður á staðnum.
06.12.2015
Í ljósi mjög slæmrar veðurspár og tilmæla frá um að fólk sé ekki á fer eftir klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 7. desember, munu allar æfingar hjá Umf. Selfoss falla niður í dag, mánudag.Allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, sunddeild og taekwondodeild falla niður.
26.11.2015
fóru fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. nóvember. ÍR-ingar halda mótið til að minnast afreks Vilhjálms Einarssonar þrístökkvara sem hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956.Mótið er ætlað keppendum 17 ára og yngri og fjölmenntu iðkendur frjálsíþróttadeildar Selfoss á mótið og náðu góðum árangri.
13.11.2015
Stjórn Verkefnasjóðs HSK hefur úthlutað tæpum þremur milljónum til 35 verkefna á sambandssvæði sínu en alls bárust 49 umsóknir til sjóðsins í ár.