Æfingar hafnar að nýju eftir áramót

Æfingar hjá Umf. Selfoss eru hafnar að nýju eftir frí um áramótin. Flestir flokkar hjá félaginu voru í fríi yfir hátíðarnar en það eru margir af eldri hópunum sem una sér vart hvíldar þrátt fyrir jólasteik og áramót.

Jólastemning hjá yngstu iðkendunum

Öðruvísi æfing var haldin hjá yngsta frjálsíþróttafólkinu í jólamánuðinum. Stillt var upp í Tarzan-leik og öllum að óvörum mættu nokkrir jólasveinar úr Ingólfsfjalli í Tarzanleikinn og tóku allir vel á því.

HSK-mót 11 ára og eldri í frjálsíþróttum innanhúss

Aldursflokkamót HSK 11-14 ára, unglingamót HSK 15-22 ára  og héraðsmót fullorðinna í frjálsum íþróttum 2016  munu fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika sunnudaginn 10.

Úthlutað úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar

Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar fyrir árið 2015 á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 29.

Hrafnhildur Hanna og Daníel Jens íþróttafólk Árborgar 2015

Handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttafólk ársins í Sveitarfélaginu Árborg á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar sem fram fór í hátíðarsal FSu í gær.Hrafnhildur Hanna hefur náð frábærum árangri í ár og spilað sig upp í að verða lykilmanneskja í A-landsliði Íslands.

Uppskeruhátíð - Tilnefningar til íþróttafólks Árborgar

Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar fer fram þriðjudaginn 29. desember kl. 19:30 í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Flugeldabingó

Hið árlega flugeldabingó Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldið mánudaginn 28. desember klukkan 19:30 í íþróttahúsinu Iðu.Fjöldinn allur af flugeldum, af öllum stærðum og gerðum í vinninga.Veitingasala verður á staðnum.

Allar æfingar falla niður mánudag 7. desember - Uppfært

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár og tilmæla frá um að fólk sé ekki á fer eftir klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 7. desember, munu allar æfingar hjá Umf. Selfoss falla niður í dag, mánudag.Allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, sunddeild og taekwondodeild falla niður.

Gleði og góður árangur á Silfurleikum ÍR

fóru fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. nóvember. ÍR-ingar halda mótið til að minnast afreks Vilhjálms Einarssonar þrístökkvara sem hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956.Mótið er ætlað keppendum 17 ára og yngri og fjölmenntu iðkendur frjálsíþróttadeildar Selfoss á mótið og náðu góðum árangri.

Átta afreksstyrkir til Umf. Selfoss

Stjórn Verkefnasjóðs HSK hefur úthlutað tæpum þremur milljónum til 35 verkefna á sambandssvæði sínu en alls bárust 49 umsóknir til sjóðsins í ár.