Sumaræfingar í frjálsum hefjast 1. júní

Sumaræfingar hjá Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss hefjast mánudaginn 1. júní. Tímsetningar og hópaskiptingar má sjá hér fyrir neðan. Hópur 1- Fædd 2008 og 2009Mánudaga kl.

Síðasta Grýlupottahlaup ársins

Sjötta og síðasta Grýlupottahlaup ársins 2015 fer fram á Selfossvelli laugardaginn 30. maí.Skráning hefst kl. 10:30 en hlaupið er ræst af stað kl.

Fjóla með gull á vormóti HSK

Margir af sterkustu frjálsíþróttamönnum landsins voru saman komnir á sem fram fór á Selfossvelli síðasta laugardag í þurru en köldu veðri.

Úrslit í fimmta Grýlupottahlaupinu 2015

Fimmta Grýlupottahlaup ársins fór fram í blíðskaparveðri á Selfossvelli laugardaginn 16. maí. Bestu tíma dagsins áttu Þórunn Ösp Jónasdóttir sem hljóp á 3:24 mínútum og Benedikt Fadel Farag sem hljóp á 2:55 mínútum. Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar. Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.  - Athygli er vakin á því að úrslitin í fjórða hlaupinuhafa verið leiðrétt hjá stelpum 2003 og strákum 2000. Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á . Sjötta og síðasta hlaup ársins fer fram laugardaginn 30.

Meistaramót Íslands 11-14 ára fer fram á Selfossvelli í sumar

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára verður haldið á Selfossvelli dagana 27.-28. júní nk. Frjálsíþróttaráð HSK mun sjá um framkvæmd mótsins og nú þegar hefur tekið til starfa sérstök Meistaramótsnefnd sem sér um skipulagningu í aðdraganda mótsins.Auk þess að sjá um frjálsíþróttakeppnina mun ráðið selja gistingu með morgunmat í Vallaskóla á meðan mótinu stendur og boðið verður upp á kvöldverð og kvöldvöku á laugardagskvöldinu, allt á hóflegu verði.

Sumarblað Árborgar 2015

fyrir árið 2015 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2015.Blaðinu verður dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins í byrjun næstu viku.

Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum

Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum verður haldið í 17. sinn miðvikudaginn 20. maí 2015 og fer keppnin fram á frjálsíþróttavellinum á Selfossi.Klukkan 16:30 hefst keppni í 1.-4.

Úrslit í fjórða Grýlupottahlaupinu 2015

Tæplega 150 hlauparar luku fjórða Grýlupottahlaupi ársins 2015 sem fór fram á Selfossvelli laugardaginn 9. maí. Besta tímann hjá stelpunum átti Harpa Svansdóttir sem hljóp á 3:10 mín en Benedikt Fadel Farag átti besta tímann hjá strákunum, 2:51 mín.Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á .Fimmta hlaup ársins fer fram nk. laugardag 16.

Skráning í frjálsíþróttaskóla UMFÍ í fullum gangi

verður haldinn á Selfossi dagana 28. júní til 2. júlí næstkomandi og er það í sjötta skipti sem skólinn er í umsjá HSK.Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára.

Úrslit í þriðja Grýlupottahlaupinu 2015

Nærri 150 hlauparar luku þriðja Grýlupottahlaupi ársins 2015 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 2. maí. Með hækkandi sól og hitastigi fjölgar þátttakendum í þessu skemmtilega hlaupi. Besta tímann hjá stelpunum áttu Emilía Sól Guðmundsdóttir og Þórhildur Arnarsdóttir sem hlupu á 3:47 mín og hjá strákunum rann Teitur Örn Einarsson skeiðið hraðast á 2:28 mín.Hlaupaleiðinni er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á .Fjórða hlaup ársins fer fram nk. laugardag 9.