17.07.2013
Selfyssingarnir Egill Blöndal og Sigþór Helgason þátt í Ólympíuhátíð æskunnar sem haldin er í Utrecht í Hollandi 14.-19. júlí.
17.07.2013
Kópavogsmótið í frjálsum íþróttum fór fram á Kópavogsvelli þriðjudaginn 16. júlí. Fjóla Signý Hannesdóttir sigraði í tveimur greinum á mótinu.
14.07.2013
Það var líf og fjör á frjálsíþróttavellinum á Selfossi dagana 8. til 12. júlí þar sem í viðbót við hefðbundna starfsemi dvöldu um 40 börn sem komu víðsvegar að af landinu til að taka þátt í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ haldin var á Selfossi.
12.07.2013
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ lauk á Selfossvelli í dag með frábærri grillveislu. Það voru hressir krakkar sem stilltu sér upp í myndatöku ásamt þjálfurunum sínum þeim Fjólu Signýju og Ágústu.Sjá nánar frétt á.
08.07.2013
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ er á Selfossi 8.–12. júlí og er hann ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum en auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur.Skólinn hefur fengið eindæmum góð viðbrögð og ungmennin hafa farið sátt heim eftir lærdómsríka, krefjandi en umfram allt skemmtilega viku.
01.07.2013
Átta krakkar frá fóru og tóku þátt í móti í Mosfellsbænum um helgina. Krakkarnir stóðu sig öll frábærlega og héldu áfram að bæta sig, vinna til verðlauna og setja met.Halla María Magnúsdóttir, 14 ára, sigraði í kúluvarpi og setti nýt HSK met þegar hún kastaði 12,16 m og bætti þar með gamla metið um 49 cm.
30.06.2013
Lokamót í undirbúningi frjálsíþróttafólks vegna Landsmóts UMFÍ fór fram á Selfossvelli í dag, 30. júní. Thelma Björk Einarsdóttir sló 5 daga gamalt HSK met sitt með 3.
30.06.2013
Fjóla Signý Hannesdóttir, umf. Selfoss, hafnaði í 13.sæti í Evrópubikarkeppni landsliða í fjölþrautum sem haldin var í Madeira Portúgal um helgina.
29.06.2013
Fjóla Signý Hannesdóttir er með 3038 stig eftir fyrri dag í Evrópubikarkeppni landsliða í fjölþrautum. Fjóla Signý byrjaði á því að hlaupa 100m grind á 14,61s, hún stökk 1,69m í hástökki, kastaði því næst kúlunni 9,87m sem er bæting um 14cm og að lokum hljóp hún 200m á 26,09s.
28.06.2013
Frjálsíþróttasamband Íslands sendir fullmannað landslið í Evrópubikar landsliða í fjölþraut sem fram fer á Madeira í Portúgal nú um helgina.