Tveir Selfyssingar á Ólympíuhátíð æskunnar

Selfyssingarnir Egill Blöndal og Sigþór Helgason þátt í Ólympíuhátíð æskunnar sem haldin er í Utrecht í Hollandi 14.-19. júlí.

Fjóla Signý með besta afrekið á Kópavogsmótinu

Kópavogsmótið í frjálsum íþróttum fór fram á Kópavogsvelli þriðjudaginn 16. júlí. Fjóla Signý Hannesdóttir sigraði í tveimur greinum á mótinu.

Metþátttaka í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Selfossi

Það var líf og fjör á frjálsíþróttavellinum á Selfossi dagana 8. til 12. júlí  þar sem í viðbót við hefðbundna starfsemi dvöldu um 40 börn sem komu víðsvegar að af landinu til að taka þátt í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ haldin var á Selfossi.

Fjör í frjálsum

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ lauk á Selfossvelli í dag með frábærri grillveislu. Það voru hressir krakkar sem stilltu sér upp í myndatöku ásamt þjálfurunum sínum þeim Fjólu Signýju og Ágústu.Sjá nánar frétt á.

Frjálsíþróttaskólinn á Selfossi

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ er á Selfossi 8.–12. júlí og er hann ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum en auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur.Skólinn hefur fengið eindæmum góð viðbrögð og ungmennin hafa farið sátt heim eftir lærdómsríka, krefjandi en umfram allt skemmtilega viku.

Þrjú HSK met á Stórmóti Gogga galvaska

Átta krakkar frá fóru og tóku þátt í móti í Mosfellsbænum um helgina.  Krakkarnir stóðu sig öll frábærlega og héldu áfram að bæta sig, vinna til verðlauna og setja met.Halla María Magnúsdóttir, 14 ára, sigraði í kúluvarpi og setti nýt HSK met þegar hún kastaði 12,16 m og bætti þar með gamla metið um 49 cm.

Thelma Björk með enn eitt HSK metið í sleggjukasti

Lokamót í undirbúningi frjálsíþróttafólks vegna Landsmóts UMFÍ fór fram á Selfossvelli í dag, 30. júní. Thelma Björk Einarsdóttir sló 5 daga gamalt HSK met sitt með 3.

Fjóla Signý með 4933 stig í sjöþraut

Fjóla Signý Hannesdóttir, umf. Selfoss, hafnaði í 13.sæti í Evrópubikarkeppni landsliða í fjölþrautum sem haldin var í Madeira Portúgal um helgina.

Fjóla Signý með 3038 stig eftir fyrri dag í sjöþraut

Fjóla Signý Hannesdóttir er með 3038 stig eftir fyrri dag í Evrópubikarkeppni landsliða í fjölþrautum.  Fjóla Signý byrjaði á því að hlaupa 100m grind á 14,61s, hún stökk 1,69m í hástökki, kastaði því næst kúlunni 9,87m sem er bæting um 14cm og að lokum hljóp hún 200m á 26,09s.

Fjóla Signý keppir í Evrópubikar í fjölþraut um helgina

Frjálsíþróttasamband Íslands sendir fullmannað landslið í Evrópubikar landsliða í fjölþraut sem fram fer á Madeira í Portúgal nú um helgina.