17.11.2013
Laugardaginn 16. nóvember s.l. fóru fram Silfurleikar ÍR, eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins. En þar etja kappi börn og unglingar á öllu landinu, 17 ára og yngri. Metþátttaka var að þessu sinni eða 730 keppendur frá 29 félögum.
15.11.2013
Nærri 50 Selfyssingar eru skráðir til leiks á Silfurleika ÍR sem fram fara í Laugardalshöll um helgina. Þetta er eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins sem haldið er til að minnast silfurverðlauna Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956.
15.11.2013
Helgina 15-17. nóvember munu úrvals-, afreks- og landsliðshópur hittast í Laugardalnum til að hreyfa sig og fá fræðslu. Yngri kynslóðin keppir á laugardeginum á Silfurleikum ÍR á meðan þau eldri fá fræðslu um hin ýmsu efni.
04.11.2013
Sveitarfélagið Árborg vill að frjálsíþróttaleikvangurinn á Selfossi verði gerður að þjóðarleikvangi Íslendinga og mun fara fram á viðræður við Frjálsíþróttasamband Íslands þess efnis.
30.10.2013
Lokahóf HSK í frjálsíþróttum fór fram miðvikudaginn 16. október. Þar var keppnistímabilið 2013 gert upp í gamni og alvöru, máli og myndum.Thelma Björk Einarsdóttir, Harpa Svansdóttir og Sólveig Helga Guðjónsdóttir frá Selfossi fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur og góða ástundum við æfingar.
29.10.2013
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan listi yfir úrvalshóp unglinga 15-22 ára (14 ára fá rétt á að komast inn í þennan hóp núna í haust).
28.10.2013
Þann 5. október sl. fóru Bronsleikar ÍR fram í Laugardalshöllinni. Þar var venju samkvæmt keppt í þrautabraut 8 ára og yngri og 9-10 ára.
15.10.2013
Borghildur Valgeirsdóttir, Umf. Selfoss, náði frábærum árangri í München maraþonhlaupinu í Þýskalandi á sunnudag og kom í mark á nýju HSK meti.
10.10.2013
Síðatliðinn föstudag heiðruðu Sveitarfélagið Árborg og Ungmennafélagið Selfoss frjálsíþróttakonuna Fjólu Signý Hannesdóttur og júdómanninn Egil Blöndal sem unnu til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í sumar.Fjóla krækti sér í gull, silfur og brons en Egill vann bronsverðlaun í liðakeppni í júdó.Kristín Bára Gunnarsdóttir, formaður Umf.
13.09.2013
Nú á haustdögum fóru Intersport og Errea á Íslandi í samstarf. Allur Selfoss fatnaður fæst nú í Intersport á Selfossi og mun starfsfólkið leggja sig fram við að eiga alltaf til keppnisbúninga og æfingagalla félagsins ásamt öðrum fylgihlutum.