Halla María og Teitur Örn með gullverðlaun

Laugardaginn 16. nóvember s.l. fóru fram Silfurleikar ÍR, eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins. En þar etja kappi börn og unglingar á öllu landinu, 17 ára og yngri.  Metþátttaka var að þessu sinni eða 730 keppendur frá 29 félögum.

Silfurleikar ÍR

Nærri 50 Selfyssingar eru skráðir til leiks á Silfurleika ÍR sem fram fara í Laugardalshöll um helgina. Þetta er eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins sem haldið er til að minnast silfurverðlauna Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956.

Hittingur hjá úrvalshóp, afrekshóp og landsliðshóp

Helgina 15-17. nóvember munu úrvals-, afreks- og landsliðshópur hittast í Laugardalnum til að hreyfa sig og fá fræðslu. Yngri kynslóðin keppir á laugardeginum á Silfurleikum ÍR á meðan þau eldri fá fræðslu um hin ýmsu efni.

Vilja þjóðarleikvanginn í frjálsum á Selfoss

Sveitarfélagið Árborg vill að frjálsíþróttaleikvangurinn á Selfossi verði gerður að þjóðarleikvangi Íslendinga og mun fara fram á viðræður við Frjálsíþróttasamband Íslands þess efnis.

Fjóla Signý valin frjálsíþróttakona HSK

Lokahóf HSK í frjálsíþróttum fór fram miðvikudaginn 16. október. Þar var keppnistímabilið 2013 gert upp í gamni og alvöru, máli og myndum.Thelma Björk Einarsdóttir, Harpa Svansdóttir og Sólveig Helga Guðjónsdóttir frá Selfossi fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur og góða ástundum við æfingar.

Fimm Selfyssingar í úrvalshópi FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan listi yfir úrvalshóp unglinga 15-22 ára (14 ára fá rétt á að komast inn í þennan hóp núna í haust).

Bronsleikar ÍR

Þann 5. október sl. fóru Bronsleikar ÍR fram í Laugardalshöllinni. Þar var venju samkvæmt keppt í þrautabraut 8 ára og yngri og 9-10 ára.

Met í maraþoni hjá Borghildi

Borghildur Valgeirsdóttir, Umf. Selfoss, náði frábærum árangri í München maraþonhlaupinu í Þýskalandi á sunnudag og kom í mark á nýju HSK meti.

Ólympíufarar heiðraðir

Síðatliðinn föstudag heiðruðu Sveitarfélagið Árborg og Ungmennafélagið Selfoss frjálsíþróttakonuna Fjólu Signý Hannesdóttur og júdómanninn Egil Blöndal sem unnu til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í sumar.Fjóla krækti sér í gull, silfur og brons en Egill vann bronsverðlaun í liðakeppni í júdó.Kristín Bára Gunnarsdóttir, formaður Umf.

Selfossvörurnar fást í Intersport

Nú á haustdögum fóru Intersport og Errea á Íslandi í samstarf. Allur Selfoss fatnaður fæst nú í Intersport á  Selfossi og mun starfsfólkið leggja sig fram við að eiga alltaf til keppnisbúninga og æfingagalla félagsins ásamt öðrum fylgihlutum.