Vel heppnað frjálsíþróttaþing á Selfossi

Tveggja daga þing Frjálsíþróttasambands Íslands var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands 16.-17. mars síðastliðinn. Að þessu sinni var gestgjafi þingsins Sveitarfélagið Árborg og væsti ekki um þinggesti í rúmgóðum vistarverum Fjölbrautaskólans.Frjálsíþróttaráð HSK sendi fríðan hóp á þingið: Magnús Jóhannsson, Þuríður Ingvarsdóttir, Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Kári Jónsson, Ingvar Garðarsson, Markús Ívarsson, Steinunn Emelía Þorsteinsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Gunnhildur Hinriksdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Benóný Jónsson.Þingforsetar á þinginu voru þeir Guðmundur Kr.

Fjóla Signý íþróttamaður HSK 2011

Á héraðsþingi HSK sem haldið var um liðna helgi var Fjóla Signý Hannesdóttir, frjálsíþróttakona, útnefnd íþróttamaður HSK fyrir árið 2011.

Góður árangur HSK/Selfoss á Meistaramóti Íslands 11-14 ára

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um síðustu helgi. Lið HSK/Selfoss varð í 3. sæti í heildarstigakeppninni.

Fjóla Signý með nýtt HSK-met í 400 m hlaupi

Fjóla Signý Hannesdóttir, frjálsíþróttakona úr Umf. Selfoss, stórbætti HSK-metið í 400 m hlaupi kvenna innanhúss á XL-Galan mótinu í Stokkhólmi sem fór fram sl.

Fjóla Signý og Hreinn Heiðar bikarmeistarar í hástökki

Sjötta Bikarkeppni FRÍ í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 18. febrúar s.l. HSK sendi sitt sterkasta lið til keppni sem náði góðum árangri.

Tveir Íslandsmeistaratitlar, tvö silfur og eitt brons á MÍ

Helgina 11.-12. febrúar fór fram í Laugardalshöllinni aðalhluti Meistaramóts Íslands. HSK/S°elfoss átti þar öfluga fulltrúa sem stóðu sig vel að vanda.

Sigþór Helgason fjórfaldur Íslandsmeistari

Unglingameistaramót Íslands 15-22 ára var haldið í Frjálsíþróttahöllinni helgina 4.-5. febrúar sl. HSK/Selfoss sendi öflugt lið til leiks sem stóð sig mjög vel.

Fjóla sigraði í 60 m grindahlaupi í Svíþjóð

Fjóla Signý Hannesdóttir frjálsíþróttakona gerði sér lítið fyrir og sigraði í 60 m grindahlaupi, á tímanum 9,04 sek, á Team Sportia Spelen, sem haldið var í frjálsíþróttahöllinni í Falun, þann 28.janúar sl. HSK-met Fjólu Signýjar sem hún setti á MÍ í fjölþrautum nýlega er 9,02 sek.

Sex gullverðlaun í kúluvarpi til HSK á Stórmóti ÍR

Aðildarfélög HSK áttu 43 keppendur á Stórmóti ÍR sem haldið var Laugardalshöllinni um liðna helgi. Keppendur HSK stóð sig vel að vanda. Uppskeran var 15 gull, 12 silfur og 10 brons, eitt HSK-met og fullt af persónulegum metum.

Fimm frjálsíþróttamenn HSK/Selfoss á Reykjavíkurleikunum

Reykjavíkurleikarnir eða Reykjavík International Games fóru fram um liðna helgi, laugardaginn 21. janúar. sl. í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.