Góður árangur á Unglingamóti HSK og Aldursflokkamóti HSK

Aldursflokkamót HSK og Unglingamót HSK fóru bæði fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 6. janúar sl. Góður árangur náðist í nokkrum greinum á Unglingamóti HSK 15–22 ára, sem gefur góð fyrirheit um nýhafið og annasamt frjálsíþróttaár.

Lagersala hjá Sportbúð Errea Dugguvogi 3

Laugardaginn 19. janúar verður lagersala hjá Sportbúð Errea í Dugguvogi 3, Reykjavík. Þar verða m.a seldar stuttbuxur, bolir, treyjur og peysu.

Jón Daði og Fjóla Signý íþróttakarl og íþróttakona Árborgar

Á uppskeruhátíð ÍTÁ sem fram fór í hátíðasal FSu í kvöld var tilkynnt að Jón Daði Böðvarsson, knattspyrnumaður frá Selfossi, og Fjóla Signý Hannesdóttir, frjálsíþróttakona frá Selfossi, hefðu verið valin íþróttakarl og íþróttakona Árborgar 2012.

Íþróttafólk ársins hjá Umf. Selfoss

Í byrjun desember sl. útnefndu deildir innan Ungmennafélags Selfoss íþróttafólk ársins í sínum greinum vegna kjörs á íþróttakarli og íþróttakonu Árborgar. Útnefningin fer fram á uppskeruhátíð ÍTÁ fimmtudaginn 3.

Flott tilþrif á jólamóti 9 ára og yngri

Jólamót 9 ára og yngri  í frjálsum fór fram í þriðja sinn mánudaginn 10. desember sl. í Iðu. Þar spreyttu tveir yngstu flokkarnir sig í þremur til fjórum greinum.

Hafsteinsmótið í atrennulausum stökkum

Hafsteinsmótið í atrennulausum stökkum verður haldið í Laugardalshöllinni föstudaginn 21. des nk. Hefst mótið kl. 18:00 en mælt er með því að keppendur mæti fyrr og hiti upp.

Selfosskrakkar á Bronsleikum ÍR

Bronsleikar ÍR voru haldnir í Frjálsíþróttahöllinni í Reykjavík þann 29. september sl. Það voru 170 sprækir krakkar sem spreyttu sig í fjölbreyttum þrautum þar sem leikgleðin var í fyrirrúmi.Níu keppendur frá frjálsíþróttadeild Selfoss kepptu í flokki 8 ára og yngri og stóðu þau sig frábærlega.

Fjóla Signý og Kristinn Þór frjálsíþróttafólk HSK/Selfoss

Frjálsíþróttafólk á HSK-svæðinu hélt sitt árlega lokahóf í Tíbrá á Selfossi laugardagskvöldið 22. september sl. Þar var keppnistímabilið 2012 gert upp í máli, myndum, viðurkenningum, hlátrasköllum og hitaeiningum.

Fjóla Signý önnur í sjöþraut í Svíþjóð

Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi og Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki tóku þátt í sænska meistaramótinu í fjölþrautum sem fram fór í Huddinge um helgina.

Tvö Íslandsmet í kastþraut Óla Guðmunds

Hin árlega kastþraut Óla Guðmunds. var haldin 6. september s.l. á Selfossvelli við ágætar aðstæður. Keppnisgreinar kastþrautarinnar voru sleggjukast, kringlukast, kúluvarp, spjótkast og lóðkast.