4 fl. kvenna B lið komst í úrslitaleikinn

Fram byrjaði mun betur í leiknum og komst í 4-1. Þrátt fyrir að illa gengi í sókninni þá spiluðu stelpurnar góða vörn sem varð til þess að hálfleikstölur urðu 5-4 fyrir Fram. Sóknarleikur beggja liða varð mun betri í síðari hálfleik og á endanum þá lauk leiknum 15-15 eftir gríðarlega spennu og dramatík.