Selfoss komst í umspilið!

Selfyssingar lögðu Víkinga á útivelli á föstudaginn síðastliðinn, 25-29, eftir að hafa yfir 9-16 í leikhléi, og tryggðu sér þar með sæti í umspili um laust sæti í N1 deildinni. Okkar menn höfðu ávallt stjórnina í leiknum og komust mest átta mörkum yfir.

Fjórar Selfoss-stelpur í landsliðsúrvali fullorðina í hópfimleikum

Nú á dögunum var tilkynntur fyrsti æfingahópur landsliðsins í flokki fullorðina fyrir Evrópumótið 2012. Selfyssingar eiga þar fjóra fulltrúa en það eru þær Helga Hjartardóttir, Hugrún Hlín Gunnarsdóttir, Rakel Nathalie Kristinsdóttir og Unnur Þórisdóttir.

Blandað lið Selfoss hársbreidd frá deildarmeistaratitli

Undankeppni Íslandsmótsins í hópfimleikum fóru fram í húsakynnum Gerplu föstudaginn 30. mars. Selfoss sendi tvö lið til keppni en það voru lið Selfoss HM1, sem keppir í kvennaflokki, og lið Selfoss HM4, sem keppir í flokki blandaðra liða.

Fyrsti leikur vorsins á heimavelli í kvöld

Meistaraflokkur karla tekur á móti Víkingum frá Ólafsvík í Lengjubikarnum á gervigrasvellinum á Selfossi í kvöld. Er þetta jafnframt fyrist opinberi leikur meistaraflokks á heimavelli á þessu ári.

Titill á Selfoss eftir sigur á Víkingi í úrslitaleik

Lið Víkings hefur aðeins tapað 2 leikjum í vetur, einum í Bikarkeppni HSÍ gegn okkur í Selfossi og svo bara einum í deildinni, en þær unnu hana með yfirburðum.

Fimleikastelpur bjóða kleinur og marengstertur

Meistarahópur Selfoss í fimleikum hafa undanfarið verið að safna fyrir nýjum keppnisgöllum. Stelpurnar hafa gengið í fyrirtæki á svæðinu og boðið myndarlegar nýsteiktar kleinur eða glæsilegar marengstertur sem starfsmenn fyrirtækjanna geta gætt sér á fyrir páskahátíðina. Vel hefur verið tekið á móti stelpunum en þær munu sækja pantanir á mánudag og afhenda baksturinn glænýjan á þriðjudagsmorgun. Keyrt er heim að dyrum. Kleinurnar eru seldar 15 saman í pakka og kostar pokinn 1000kr en terturnar kosta 3500kr.

Sigur á UMFA og úrslitaleikur í dag

Stelpurnar léku góða vörn í gær og markvarslan var mjög góð. Staðan í hálfleik var 8-14 fyrir okkar stelpur og útlitið gott. Hins vegar er UMFA með fínt lið og marga spræka leikmenn, spilar góða vörn og er með góðan markmann.

Sigur gegn Val í lokaleik 3. flokks karla

Í lið Selfoss vantaði talsvert að þessu sinni. Jóhann Bragi var enn meiddur, Daníel og Gísli Örn voru ekki með og þá meiddist Jóhann Erlings strax á 3 mín.

Selfoss með sex Íslandsmeistaratitla, fimm silfur og tvö brons

Íslandsmótið í taekwondo fór fram á Ásbrú í Keflavík sunnudaginn 25. mars sl. Þetta var sannkölluð taekwondo-helgi því dagana fyrir mótið fór fram dómaranámskeið með yfirdómara frá Alþjóðlega taekwondosambandinu.

Vel heppnað frjálsíþróttaþing á Selfossi

Tveggja daga þing Frjálsíþróttasambands Íslands var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands 16.-17. mars síðastliðinn. Að þessu sinni var gestgjafi þingsins Sveitarfélagið Árborg og væsti ekki um þinggesti í rúmgóðum vistarverum Fjölbrautaskólans.Frjálsíþróttaráð HSK sendi fríðan hóp á þingið: Magnús Jóhannsson, Þuríður Ingvarsdóttir, Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Kári Jónsson, Ingvar Garðarsson, Markús Ívarsson, Steinunn Emelía Þorsteinsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Gunnhildur Hinriksdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Benóný Jónsson.Þingforsetar á þinginu voru þeir Guðmundur Kr.