Sigur á móti Fjölni

Selfoss sigraði Fjölni í Grafarvoginum í gærkvöldi 25-33. Fjölnismenn byrjuðu betur og komust í stöðuna 5-3 en þá fóru Selfyssingar í gang, eftir fimmtán mínútna leik var staðan orðin 7-9 fyrir Selfoss sem smá saman jók muninn.

Aron Óli og Teitur í landslið U-16

Dagana 5.-7. desember mun U-16 ára landslið karla æfa saman og spila tvo æfingaleiki við A-landslið kvenna. Tveir Selfyssingar hafa verið valdir í 30 manna hóp fyrir þetta verkefni.

Landsmótið skilaði hagnaði

Í nóvember var lokið við að gera upp 27. Landsmót Ungmennafélags Íslands sem Héraðssambandið Skarphéðinn hélt með glæsibrag á Selfossi í sumar.

HSK mót í taekwondo

Helgina 23.-24. nóvember fór HSK mótið í taekwondo fram í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla. Mótið gekk mjög vel og stóðu keppendur sig vel.

Sannfærandi sigrar strákanna

Strákarnir á yngra ári í 5. flokki (f. 2001) kepptu um helgina á Íslandsmótinu í handbolta. Þeir héldu uppteknum hætti frá síðustu mótum og sigruðu alla sína leiki nokkuð örugglega.

Selfoss fer á Seltjarnarnesið

Í hádeginu var dregið í 16 liða úrslit í Coca-Cola bikar karla. Selfoss dróst á móti Gróttu og fer leikurinn fram á Seltjarnarnesi 8.

Íslandsmeistaratitlar í stökkfimi

Íslandsmótið í stökkfimi sem er ný keppni hjá Fimleikasambandi Íslands fór fram síðast liðna helgi. Keppt var í dýnu- og trampólínstökkum.

Bæting hjá Þóri og Kára

Þórir Pálsson og Kári Valgeirsson tóku þátt í Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Þeir kepptu báðir 100 og 200 metra skriðsundi auk þess sem Þórir synti 400 metra skriðsund.

Selfoss komið áfram í bikarnum

Mfl. karla lagði í langferð og spilaði bikarleik á móti Herði á Ísafirði í dag, sunnudag. Það er skemmst frá því að segja að Selfoss vann öruggan sigur 21 – 44 og því komið áfram í bikarnum.Markaskorun var eftirfarandi:Einar Sverrisson 10 mörk, Axel Sveinsson 9 mörk, Andri Már 6 mörk, Hörður Másson, Örn Þrastarson og Árni Felix með 4 mörk, Eyvindur Hrannar 3 mörk, Magnús Már 2 mörk og Jóhannes Snær og Bjarki Már með eitt mark hvor.  .

Jafntefli á móti HK

Selfoss og HK gerðu jafntefli 23 – 23 á laugardaginn, þegar HK kom í heimsókn á Selfoss. HK var yfir stóran hluta leiksins en Selfoss var aldrei langt undan.