Jafntefli í spennuleik

Selfoss gerði jafntefli við FH 19-19 í fyrsta heimaleik vetrarins í Olísdeildinni í handbolta í gær.Eftir fljúgandi start þar sem Selfoss komst í 7-1 skoruðu FH-ingar fimm mörk í röð.

Sprengimót Óðins

Það voru ellefu hressir krakkar sem tóku þátt í Sprengimóti Óðins á Akureyri helgina 20. og 21. september. Hópurinn lagði af stað frá Tíbrá á föstudeginum og sneri aftur seint á sunnudeginum en gist var í Brekkuskóla á Akureyri.Heilt yfir öðluðust krakkarnir mikla reynslu þar sem þetta var fyrsta alvöru sundmót margra.

Lokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka hjá knattspyrnudeildinni fer fram laugardaginn 27. september. Það verður sannkölluð fjölskylduhátíð á JÁVERK-vellinum sem hefst með heljarmikilli grillveislu kl.

SS mótið í knattspyrnu

Seinni hluta ágústmánaðar fór SS mótið í knattspyrnu fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi en mótið er fyrir 6. og 7. flokk kvenna.

Sæti í milliriðlum U19 tryggt

Selfoss átti fjóra leikmenn í U19 ára liði Íslands sem lék í undankeppni EM í Litháen í seinustu viku. Þetta voru Hrafnhildur Hauksdóttir, sem jafnframt var fyrirliði liðsins, Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Katrín Rúnarsdóttir og Erna Guðjónsdóttir.Ísland komst áfram í milliriðla eftir sigra á 8-0 og 1-0.

Stelpurnar eru óstöðvandi

Stelpurnar okkar sóttu FH heim í Kaplakrika í gær. Það var nokkurt jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en Selfyssingar þó ívið sterkari og leiddu í hálfleik 1-0 með marki Evu Lindar Elíasdóttur.

Þjálfararáðstefna – Skráningu lýkur á fimmtudag

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi á föstudag og laugardag. Þema ráðstefnunnar í ár er gleði, styrkur og afrek.Fyrirlesarar eru Ingi Þór Einarsson kennari við HÍ, Reynar Kári Bjarnason frá Lífi og sál, Silja Úlfarsdóttir, einkaþjálfari og afrekskona í frjálsum íþróttum, Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara ÍBV og aðstoðarlandsliðsþjálfari í handbolta og Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu.Sunnlenskir þjálfarar eru hvattir til að skrá sig á þessa skemmtilegu og fræðandi ráðstefnu.

Dagný setti tvö gegn Serbum

Íslendingar unnu stórsigur á Serbum 9-1 á Laugardalsvelli á miðvikudag í seinustu viku. Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn fyrir Ísland og skoraði tvö mörk.

Selfyssingar saltaðir suður með sjó

Selfoss lauk leik í 1. deild karla í knattspyrnu á laugardag. Selfoss sótti Grindavík heim og mátti þola 4-1 tap. Það var Ragnar Þór Gunnarsson sem kom Selfyssingum yfir en það dugði skammt.

Keppni hafin í Olísdeildinni - Fyrsti heimaleikur á þriðjudag

Keppni í Olísdeildinni í handbolta hófst á laugardag þegar Selfyssingar heimsóttu Fram í Framhúsið í Safamýri.Það var við ramman reip að draga og unnu Framarar öruggan tólf marka sigur 33-21 eftir að staðan í hálfleik var 18-10.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var langatkvæðamest Selfyssinga með 14 mörk, Carmen Palamariu skoraði 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2 og Elena Birgisdóttir 1 mark.Næsti leikur er á heimavelli gegn FH á þriðjudag og hefst kl.