19.10.2020
Fjórir Selfyssingar hafa verið valdir í A-landslið karla sem mætir Litháen og Ísrael í byrjun nóvember. Þetta eru þeir Janus Daði Smárason (Göppingen), Ómar Ingi Magnússon (SC Magdeburg), Bjarki Már Elísson (TBV LEmgo) og Elvar Örn Jónsson (Skjern). Leikirinir fara fram í laugardalshöll þann 4.
18.10.2020
Þrátt fyrir að töluverðar breytingar megi finna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á íþróttastarfi hafa þær ekki áhrif á íþróttastarf á Selfossi.
15.10.2020
Selfyssingurinn ungi og efnilegi, Þorsteinn Aron Antonsson, er genginn til liðs við úrvalsdeildarfélagið Fulham á Englandi. Hann gerir þriggja ára samning við félagið.Þorsteinn Aron steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Selfoss í sumar og spilaði 17 leiki í deild og bikar.
14.10.2020
Í seinustu viku hófust framkvæmdir við að skipta um gervigras á Selfossvelli. Völlurinn hefur verið afar vel nýttur síðustu fjórtán árin en kominn var tími á að skipta um gras til að tryggja öryggi iðkenda.
12.10.2020
Jako Sport á Íslandi, samstarfsaðili Umf. Selfoss, er þessa dagana með hausttilboð á úlpum með félagsmerki Umf. Selfoss. Boðið er upp á fría heimsendingu ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr.
09.10.2020
Hægri hornamaðurinn Sveinn Aron Sveinsson er genginn til raðir Selfoss. Sveinn, sem er 27 ára gamall, er reynslumikill og hefur verið viðloðandi öll yngri landslið Íslands. Hann er uppalinn á Hlíðarenda en lék einnig með Aftureldingu um skeið. Handknattleiksdeild Selfoss býður Svein Aron velkominn til Selfoss og ljóst að hann mun verða góð viðbót í hópinn í komandi átökum í Olísdeildinni í vetur.---Mynd: Umf.