Norðurlandamót í hópfimleikum

Fjórir núverandi og fyrrverandi nemendur Fimleikaakademíu Umf. Selfoss og FSu kepptu um helgina á Norðurlandamóti fullorðinna í hópfimleikum sem fram fór í Danmörku.

Naumt tap á móti Fram

Meistaraflokkur kvenna tók á móti Íslandsmeisturum Fram á laugardag. Þrátt fyrir virkilega góðan leik varð niðurstaðan svekkjandi eins marks tap, lokastaðan 21-22.

Góður sigur í erfiðum leik gegn KR

Mfl. karla tók á móti KR á föstudaginn en KR-ingar eru nýliðar í deildinni og tefla fram ágætu liði með öfluga handboltamenn innanborðs.KR skoraði fyrsta mark leiksins en Selfoss svaraði með þremur mörkum í röð og hélt forystunni allan leikinn.

Tíundi hver landsliðsmaður frá Selfossi

Undanfarin ár hefur farið fram metnaðarfullt yngri flokka starf hjá handboltanum á Selfossi. Í stuttri samantekt sem Gunnar Gunnarsson þjálfari meistaraflokks karla tók saman kemur fram að það er einungis Fram sem er með fleiri leikmenn en Selfoss í yngri landsliðum HSÍ sem valin voru í október.Hvorki fleiri né færri en 15 leikmenn frá Selfossi voru valdir í landsliðin eða rúmlega 10% allra landsliðsmanna yngri landsliðanna.

Samstarf við Brentford

Karlalið Selfoss í knattspyrnu fær að minnsta kosti einn leikmann til liðs við sig frá Brentford á Englandi á næsta ári. Þetta er niðurstaðan úr heimsókn forsvarsmanna liðsins til Brentford á dögunum.

Unglingamót HSK

Unglingamót HSK í sundi fer fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 17. nóvember. Upphitun hefst kl. 9:15 og mót kl. 10:00.Keppnisflokkar eru eftirfarandi:Hnátur og hnokkar eru 10 ára og yngri (2003 og yngri).Sveinar og meyjar eru 11-12 ára (2001 - 2002).Telpur og drengir eru 13-14 ára (1999 -2000).Hver keppandi má synda þrjár greinar til stiga og verðlauna.

Úrtaksæfingar U17 og U19

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, völdu þrjá leikmenn Selfoss á æfingarnar.

Guðmunda lék sinn fyrsta landsleik

Það var stór stund í sögu knattspyrnunnar á Selfossi þegar Guðmunda Brynja Óladóttir lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Serbum í undankeppni HM í knattspyrnu fimmtudaginn 31.

Kjartan gaf gullin sín

Á herrakvöldi knattspyrnudeildar sem haldið var í Hvítahúsinu sl. föstudag afhenti Kjartan Björnsson minjanefnd Ungmennafélagsins safn sitt sem spannar sögu knattspyrnunnar á Selfossi á ferli hans sem leikmaður, stjórnarmaður og dómari fyrir félagið.

Nýr bæklingur um eineltismál

Út er kominn nýr bæklingur um eineltismál sem er sérstaklega ætlaður íþróttahreyfingunni. Um er að ræða aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun og er bæklingurinn byggður á gögnum frá Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðingi og gefinn út af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.Í bæklingnum má meðal annars finna upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgreiningar og helstu birtingamyndir eineltis.