Selfyssingar sigurvegarar Ragnarsmótsins

Selfyssingar báru sigur úr bítum á Ragnarsmótinu sem lauk í íþróttahúsi Vallaskóla á laugardag. Strákarnir báru sigurorð af liðum ÍR og Fjölnis en gerðu jafntefli við HK.Nánar er fjallað um Ragnarsmót karla á vef .Í kvennaflokki var það lið Fram sem stóð uppi sem sigurvegari en Framarar unnu alla leiki sína á mótinu.

Torsóttur sigur Selfyssinga

Selfyssingar unnu góðan 2-0 útisigur í Inkasso-deildinni þegar þeir mættu Leikni frá Fáskrúðsfirði í  Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag.Fyrsta markið í leiknum kom ekki fyrr en rúmar 10 mínútur eftir af leiknum þegar James Mack setti knöttinn í markið fyrir Selfyssinga.

Styðjum stelpurnar í toppbaráttunni

Á sunnudag fer fram á JÁVERK-vellinum seinasti heimaleikur sumarsins hjá kvennaliði Selfoss sem er í dauðafæri á sæti í Pepsi-deildinni að ári.

Frábær sigur Selfyssinga

Í gær sóttu Selfyssingar gríðarlega mikilvægan sigur til Keflavíkur þar sem Magdalena Anna Reimus gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Selfyssingar sitja á toppi deildarinnar með 35 stig og eiga tvo leiki eftir.

Frjálsíþróttadeild Selfoss óskar eftir þjálfara

Frjálsíþróttadeild Selfoss auglýsir lausa stöðu þjálfara veturinn 2017-2018. Um er að ræða þjálfun 2 x í viku með krakka fædda 2010-2012.

Æfingatímar knattspyrnu fram að flokkaskiptum

Nú er sumarið að líða undir lok hjá okkur.Sumir flokkar gera smávægilegar breytingar á æfingatímum sínum fram að flokkaskiptum.Breytingarnar má sjá .

Langar þig að æfa sund

Langar þig að prófa að æfa sund? Í sundi styrkir maður flesta vöðva líkamans og nær bæði þreki og þoli. Hjá sunddeild Selfoss er góður og skemmtilegur hópur iðkenda og metnaðarfullir þjálfararnir eru framúrskarandi og með mikla reynslu.Æfingar eru aldursskiptar  sem hér segir:Koparhópar 10 ára og yngri (f.

Stelpurnar stóðu í ströngu á Spáni

Stelpurnar okkar lögðu land undir fót nú fyrr í ágúst og dvöldu í viku við æfingar í Torrevieja á Spáni. Liðinu gekk frábærlega og eru allir orðnir spenntir fyrir tímabilinu í Olís-deildinni sem hefst þriðjudaginn 12.

Taekwondoæfingar hjá öllum hópum

Æfingar í taekwondo hefjast í sal taekwondodeildarinnar á 2. hæð í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla, föstudaginn 25. ágúst.Æfingar hjá yngri hópum fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum en eldri hópar æfa alla virka daga.

Bikarmeistarar í frjálsum

HSK/SELFOSS urðu þrefaldir bikarmeistarar í frjálsum íþróttum 15 ára og yngri um helgina. Tvö lið frá HSK/Selfoss tóku þátt á bikarmótinu sem fram fór á Akureyri og varð A-liðið bikarmeistari í piltaflokki, stúlknaflokki og samanlagt með 145 stig.