Ungmennavika NSU

Ungmennafélag Íslands er aðili að NSU - Nordisk Samorgnaisations for Ungdomasarbejde en samtökin standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk á Norðurlöndum á hverju ári.

Þór keppir á Smáþjóðaleikunum

Selfyssingurinn Þór Davíðsson er í landsliði Íslands sem keppir á Smáþjóðaleikunum 5. og 6. júní næstkomandi í Reykjavík.

Selfoss vann stigakeppnina á hérðasmóti HSK

Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Hveragerði þriðjudaginn 12. maí sl. og mættu 24 keppendur á mótið frá fjórum félögum.Kári Valgeirsson frá Selfossi vann besta afrek mótsins, en hann fékk 489 FINA stig fyrir 100 m skriðsund.

Grímur Norðurlandameistari

Það voru átta Selfyssingar í eldlínunni á Norðurlandamótinu í júdó sem fram fór í Laugardalshöllinni helgina 9.-10. maí.Selfyssingar eignuðust einn Norðurlandameistara þegar Grímur Ívarsson lagði andstæðinga sína að velli í -90 kg flokki U21.

Marklítið hjá strákunum

Strákarnir okkar töpuðu um hvítasunnuhelgina á útivelli gegn Víkingi Ólafsvík þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Selfyssingar taka á móti Grindavík föstudaginn 29.

Verðlaunahafar á lokahófi yngri flokka

Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss fór fram í íþróttahúsi Vallaskóla fimmtudaginn 21. maí. Eftirtaldir einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framistöðu sína í vetur.4.

Fjóla með gull á vormóti HSK

Margir af sterkustu frjálsíþróttamönnum landsins voru saman komnir á sem fram fór á Selfossvelli síðasta laugardag í þurru en köldu veðri.

Þrjú ungmenni léku gegn Færeyingum

Þrjú ungmenni frá Selfossi léku landsleiki við Færeyja um liðna helgi.Elva Rún Óskarsdóttir lék með U15 ára og Ída Bjarklind Magnúsdóttir með U17 ára landsliðunum sem unnu tvo af fjórum leikjum.Teitur Örn Einarsson skoraði 18 mörk með U17 ára landsliði pilta sem vann tvo stórsigra á Færeyingum.Um var að ræða mikla handboltaveislu þar sem íslensku ungmennalandsliðin, U15 og U17, mættu landsliðum Færeyja í Laugardalshöll.

Úrslit í fimmta Grýlupottahlaupinu 2015

Fimmta Grýlupottahlaup ársins fór fram í blíðskaparveðri á Selfossvelli laugardaginn 16. maí. Bestu tíma dagsins áttu Þórunn Ösp Jónasdóttir sem hljóp á 3:24 mínútum og Benedikt Fadel Farag sem hljóp á 2:55 mínútum. Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar. Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.  - Athygli er vakin á því að úrslitin í fjórða hlaupinuhafa verið leiðrétt hjá stelpum 2003 og strákum 2000. Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á . Sjötta og síðasta hlaup ársins fer fram laugardaginn 30.

Dramatík hjá stelpunum

Stelpurnar okkar unnu dramatískan sigur á ÍBV í annarri umferð Pepsi-deildarinnar fyrir rúmri viku síðan. Guðmunda Brynja Óladóttir kom okkar stúlkum í 2-0 með marki hvort í sínum hálfleiknum.