Fjölnismenn sterkari

Selfyssingar sóttu ekki gull í greipar Fjölnismanna í Grafarvoginum á laugardag. Lokatölur urðu 3-0 fyrir heimamenn og halda þeir toppsætinu fyrir lokaumferðina á laugardag.

Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka Selfoss í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 21. september næstkomandi. Hátíðin sem hefst kl. 11:00 verður á íþróttavellinum við Engjaveg.

Selfossvörurnar fást í Intersport

Nú á haustdögum fóru Intersport og Errea á Íslandi í samstarf. Allur Selfoss fatnaður fæst nú í Intersport á  Selfossi og mun starfsfólkið leggja sig fram við að eiga alltaf til keppnisbúninga og æfingagalla félagsins ásamt öðrum fylgihlutum.

Yoffe íhugar að sækja rétt sinn gegn FIFA

Ítarlega er sagt frá því á vefmiðlinum að Joseph Yoffe, leikmaður knattspyrnuliðs Selfoss, íhugi að lögsækja FIFA vegna reglna um félagaskipti á milli landa.Yoffe hefur leikið með Selfyssingum í 1.

Sumarstarfið hjá 5. flokki kvenna

Síðastliðið sumar æfðu að jafnaði 25 stelpur með 5. flokki. Þær spiluðu í Faxaflóamóti og Íslandsmóti frá því í vor og lauk því í lok ágúst.

Sumarstarfið hjá 6. flokk kvenna

Stelpurnar í 6. flokki hafa haft í nógu að snúast í sumar og staðið sig glimrandi vel. Í flokknum hafa verið u.þ.b. 20 stelpur sem hafa allar verið mjög duglegar að taka þátt í mótum sem hafa verið í boði og nánast alltaf verið hægt að tefla fram þremur liðum.

Íþróttaskólinn hefst á ný

Íþróttaskóli barnanna fer aftur af stað eftir sumarfrí laugardaginn 14. september. Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði en þær Steinunn Húbertína og Heiðrún Jóhanna sjá um skipulagið sem fyrr.

Bikarkeppni hjá Selfoss getraunum

Á laugardag hefst bikarkeppni Selfoss getrauna. Þeir einstaklingar sem skrá sig til leiks eru dregnir úr hatti þannig að úr verða 8 leikir.

Markalaust í seinast heimaleik stelpnanna

Selfoss gerði markalaust jafntefli við HK/Víkingi í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.Með stiginu tryggði Selfoss sér sjötta sæti deildarinnar en eins og fram kom í samtali við Gunnar Borgþórsson þjálfara liðsins setti liðið sér það markmið að komast einu sæti ofar. „Við settum okkur líka annað markmið, að vera efstar af þessum fimm liðum í neðri hlutanum.

Sindri og Karitas valin í landsliðið

Sindri Pálmason og Karitas Tómasdóttir hafa verið valin í U19 ára landslið karla og kvenna í knattspyrnu sem leika munu í Svíþjóð og Búlgaríu á næstu dögum.Sindri Pálmason var valinn í U19 landslið Íslands sem tekur þátt í alþjóðlegu knattspyrnumóti  í Svíþjóð 16.–22.