HSK/Selfoss Íslandsmeistari í flokki 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 11-14 ára fór fram á Laugardalsvelli  við góðar aðstæður helgina 22.-23.júní sl.

Eva María valin í Stórmótahóp FRÍ

Hin stórefnilega Eva María Baldursdóttir er komin í Stórmótahóp FRÍ. Á Vormóti UMSB þann 2.júní sl. stökk hún 1.75m í hástökki en lágmark í hópinn í hennar aldurflokki (16-17 ára) er 1.73m.

Eva María með mótsmet í hástökki

Meistaramót Íslands í flokki 15-22 ára fór fram á Selfossvelli við góðar aðstæður helgina 15.-16.júní sl. HSK/Selfoss sendi sameiginlegt lið til keppninnar og endaði liðið í 3.sæti örfáum stigum á eftir Breiðablik en ÍR-ingar unnu öruggan sigur.

MÍ unglinga á Selfossvelli um helgina

Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum fer fram um næstu helgi á Selfossvelli. Mótið hefst klukkan 10 báða dagana.Alls eru 212 keppendur frá 25 félögum víðs vegar um landið skráðir til keppni.

Dagur Fannar með HSK met í tugþraut

Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, keppti um helgina á Norðurlandameistaramóti í tugþraut í flokki 16-17 ára. Dagur Fannar átti góðan fyrri dag en á seinni degi varð hann fyrir því óláni að fella byrjunarhæð i stangarstökki og missti þar af dýrmætum stigum.  Dagur Fannar varð í 9.sæti í þrautinni með 5966 stig og bætti fyrra HSK met sitt í flokki 16-17 ára um 364 stig.

Dagur Fannar keppir á NM um helgina

Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, hefur verið valinn í landslið Íslands í fjölþrautum sem keppir á Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþrautum um helgina.

Sumartilboð Jako

Þriðjudaginn 4. júní verður Jako með sumartilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 18.Það verður boðið upp á á félagsgalla Umf.

Eva María stökk 1.75m í hástökki á Vormóti UMSB

Eva María Baldursdóttir, Umf. Selfossi, stórbætti sig í hástökki á Vormóti UMSB sem fram fór í Borgarnesi 2.júní. Eva María sem er 16 ára gömul sigraði hástökkið með því að stökkva yfir 1.75m og bæta sig um 4 cm.

Hildur Helga og Fjóla Signý með gullverðlaun

Nokkrir keppendur frjálsíþróttadeildar Selfoss tóku þátt í JJ móti Ármanns sem fram fór á Laugardalsvelli 23.maí sl.   Hildur Helga Einarsdóttir Selfossi náði þeim frábæra árangri að kasta kvennaspjótinu í fyrsta sinn yfir 40m er spjótið sveif 40.30m og sigraði hún alla keppinauta sína.

5 Grunnskólamet slegin á 21. Grunnskólamóti Árborgar

 Það voru 142 keppendur í 1.-10. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri sem tóku þátt í Grunnskólamóti Árborgar í frjálsum íþróttum sem haldið var á frjálsíþróttavellinum á Selfossi í 21.