Vetraræfingar frjálsíþróttadeildar Selfoss

Vetraræfingar 2018-2019Hópur 1 – Fædd 2011, 2012 og 2013 Þriðjudaga          kl. 16:25-17:15 í íþróttahúsi Vallaskóla Fimmtudaga      kl.

15 Íslandsmeistaratitlar til Selfoss

Lið HSK/Selfoss náði frábærum árangri á MÍ 15-22 ára sem haldið var á Laugardalsvelli í blíðskaparveðri helgina 25.-26. ágúst sl.

Sumarslútt hjá 14 ára og yngri

Sumaræfingunum í frjálsum lauk með frjálsíþróttamóti fyrir yngstu iðkendurna fimmtudaginn 23. ágúst í blíðskapaviðri.Keppnisgreinar voru 60 m spretthlaup, langstökk og boltakast hjá 7 ára og yngri, 8-10 ára kepptu í sömu greinum nema í spjótkasti í staðin fyrir boltakast og 11-14 ára kepptu í 80 m spretthlaupi, langstökki og spjótkasti.

Tómstundamessa Árborgar 2018

Tómstundamessa Árborgar fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla miðvikudaginn 29. ágúst. Viðburðurinn er haldinn í góðu samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Á tómstundamessunni verður hægt að kynna sér þau fjölmörgu námskeið og æfingar sem standa til boða fyrir börn og unglinga í Sveitarfélaginu Árborg.

Eva María og Dagur Fannar á Norðurlandamót

Eva María Baldursdóttir og Dagur Fannar Einarsson frjálsiþróttadeild Selfoss hafa verið valin til að keppa  með sameiginlegu liði Íslands og Danmerkur á Norðurlandamóti ungmenna undir 20 ára aldri.  Keppnin fer fram  i Hvidore í Danmörku 10.-12.

HSK í fjórða sæti í bikarkeppni FRÍ

HSK lið fullorðinna varð í fjórða sæti í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) sem fór fram í Borgarnesi 28. júlí sl.

Fréttabréf UMFÍ

Thelma Björk með tvenn Selfossmet

Thelma Björk Einarsdóttir,Umf. Selfossi, hefur gert það gott á frjálsíþróttavellinum í sumar. Þann 6.júlí keppti hún á Bætingamóti ÍR í kúluvarpi.

MÍ | Kristinn Þór Íslandsmeistari

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið á Sauðárkróki 14.-15.júlí sl. HSK/Selfoss sendi sautján keppendur til leiks sem stóðu sig allir með miklum sóma.Kristinn Þór Kristinsson stóð sig mjög vel að vanda og varð Íslandsmeistari í 800 m hlaupi á tímanum 1:52,50 mín og krækti sér einnig í silfur í 1.500 m hlaupi eftir æsispennandi hlaup þar sem mjög mjótt var á fyrsta og öðru sæti, Kristinn hljóp á tímanum 4:05,65 mín.Fjóla Signý Hannesdóttir mætti á brautina og sýndi og sannaði að hún er komin til baka eftir barnsburð.

Héraðsmót HSK

Héraðsmót HSK í frjálsíþróttum var haldið á Selfossi á tveimur kvöldum á dögunum. Keppendur frá átta aðildarfélögum HSK tóku þátt og þá voru nokkrir gestaþátttakendur frá Kötlu, ÍR og Fjölni.Selfyssingar unnu stigakeppni félaga með 255 stig og hlutu bikar að launum, Þjótandi varð í öðru með 61 stig og Þór í því þriðja með 45 stig.Veitt voru verðlaun fyrir stigahæsta karl og konu á mótinu.