Bikarmeistarar í frjálsum

HSK/SELFOSS urðu þrefaldir bikarmeistarar í frjálsum íþróttum 15 ára og yngri um helgina. Tvö lið frá HSK/Selfoss tóku þátt á bikarmótinu sem fram fór á Akureyri og varð A-liðið bikarmeistari í piltaflokki, stúlknaflokki og samanlagt með 145 stig.

Úrslit í Brúarhlaupi Selfoss 2017

Brúarhlaup Selfoss 2017 fór fram laugardaginn 12. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Sumar á Selfossi. Hlaupið fór afar vel fram og lék veðrið við hlaupara.

Eva María setti Íslandsmet á Unglingalandsmótinu

Keppendur frá Héraðssambandinu Skarphéðni höfðu mikla yfirburði í frjálsíþróttakeppni Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum.Í frétt á kemur fram að keppendur frá sambandinu fengu langflest verðlaun í frjálsíþróttakeppninni, samtals 133, en sunnlensku krakkarnir unnu 46 gullverðlaun, 46 silfurverðlaun og 41 bronsverðlaun.

Landsbankinn áfram einn af aðalstyrktaraðilum Brúarhlaupsins

Í vikunni var skrifað undir áframhaldandi samstarf Landsbankans á Selfossi og frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss. Landsbankinn og frjálsíþróttadeildin hafa um árabil átt mjög gott samstarf sem hefur verið báðum aðilum til gagns.

Brúarhlaup Selfoss 2017

Brúarhlaup Selfoss fer fram laugardaginn 12. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina. Keppt er í 5 og 10 km hlaupi, 2,8 km skemmtiskokki og 800 metra Sprotahlaupi barna 8 ára og yngri.

Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina

Unglinaglandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum nú um verslunarmannahelgina, hefðbundin íþróttakeppni hefst á föstudag og mótsslit verða á sunnudagskvöld.

Unglingamót HSK

Unglingamót HSK fór fram miðvikudagskvöldið 19. júlí síðastliðinn. Algert logn var á vellinum og því góðar aðstæður til bætinga þrátt fyrir að það hafi rignt á köflum.

Skráningarfrestur á Unglingalandsmót framlengdur

Ákveðið hefur verið að lengja frestinn til að skrá þátttakendur á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Bikarkeppni FRÍ | Kristinn Þór bikarmeistari

HSK sendi vaska sveit til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) á Laugardalsvelli um liðna helgi. HSK-liðið var mjög ungt í ár en meiðsli og veikindi settu strik í reikninginn hjá kvennaliðinu.

HSK treyjur til afhendingar

Afhending á HSK treyjum fyrir keppendur sem eru að fara á Unglingalandsmótið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina verður í Selinu á Selfossi mánudaginn 31.