Frjálsíþróttadeild Selfoss óskar eftir þjálfara

Frjálsíþróttadeild Selfoss óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngsta flokk félagsins.  Um er að ræða sumarþjálfun sem hefst í byrjun júní og stendur fram að skólabyrjun.  Æfingar eru 2x í viku og eru æfingatímar ákveðnir í samráði við þjálfara.  Áhugasamir hafi samband við Sigríði Önnu Guðjónsdóttur í síma 892-7052 eða á E-mailið frjalsar@umfs.is

Bikarkeppni FRÍ | Kristinn Þór bikarmeistari

Laugardaginn 10. mars sl. fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands í fullorðinsflokki, í Kaplakrika. Keppt var í átta greinum í karla og kvennaflokki.

Úrvalshópur FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands velur tvisvar sinnum á ári úrvalshóp úr hópi unglinga 15-19 ára þar sem markmiðið er að skapa umhverfi þar sem íþróttir snúast um meira en bara keppni og árangur.

Bikarkeppni 15 ára og yngri | Eva María með Íslandsmet

Sunnudaginn 11. mars sl. fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands 15 ára og yngri í Kaplakrika. Keppt var í átta greinum í pilta og stúlknaflokki og hundrað keppendur voru mættir til leiks úr níu liðum.

Egill Blöndal íþróttamaður HSK 2017

Júdómaðurinn Egill Blöndal var valinn Íþróttamaður HSK 2017 en verðlaunin voru veitt á Héraðsþingi HSK í Þorlákshöfn sl. laugardag.  Egill er fyrsti judómaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun.Fimm manna valnefnd kaus íþróttamann HSK úr röðum þeirra sem tilnefndir voru af nefndum og ráðum sambandsins. Egill hefur lagt gríðarlega mikið á sig við æfingar og keppni, jafnt innanlands sem erlendis á undanförnu ári.

MÍ | Kristinn Þór Íslandsmeistari

Um liðna helgi, 24.–25. febrúar, fór fram Meistaramót Íslands aðalhluti í Laugardalshöll. HSK/Selfoss var með 17 keppendur á mótinu sem allir stóðu sig með miklum ágætum.

MÍ 15-22 ára | HSK Íslandsmeistari

Helgina 17. – 18. febrúar sl. fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsíþróttum innanhúss í Kaplakrika Hafnarfirði. HSK Selfoss sendi öflugt lið sem samanstóð af 41 efnilegum unglingum víðsvegar af suðurlandi.

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2018 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 22. mars klukkan 20:00. Aðalfundur Umf.

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar 2018

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 13. mars klukkan 19:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Frjálsíþróttadeild Umf.

Þjálfararáðstefna Árborgar

Fimmtudaginn 8. mars nk. fer fram þjálfararáðstefna Árborgar sem ber að þessu sinni yfirskriftina Samstíga til árangurs. Ráðstefnan hefst kl.