Aðalfundur frjálsíþróttadeildar 2017

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá mánudaginn 20. febrúar klukkan 19:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur.Allir velkomnir.Frjálsíþróttadeild Umf.

Dagur Fannar og Bríet með HSK-met á RIG

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir, oft nefndir RIG leikarnir, fóru fram í Laugardalshöll um liðna helgi. Sunnlendingar áttu flotta fulltrúa sem allir stóðu fyrir sínu.Guðrún Heiða Bjarnadóttir, Selfossi, stökk 5,41 m og varð önnur í langstökki kvenna.Fjóla Signý Hannesdóttir, Selfossi , keppti í 60 m grindahlaupi og hljóp á sínum ársbesta tíma 9,38 sek og varð fimmta, en hún var búin að hlaupa á 9,44 sek í janúar.Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, keppti í kúluvarpi en gekk ekki alveg nógu vel þar sem hún gerði öll sín köst ógild.

MÍ 11-14 ára | Yfirburðir Skarphéðinsmanna

Selfoss mætti ásamt félögum sínum í Héraðssambandinu Skarphéðni með gríðarlega sterkt lið til leiks á Meistaramót Íslands 11-14 ára sem fram fór í Kaplakrika um helgina.

MÍ í fjölþrautum | Hákon Birkir Íslandsmeistari í fimmtarþraut

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram um liðna helgina og átti HSK/Selfoss sjö keppendur sem allir stóðu sig með sóma. Í heildina voru 34 keppendur í öllum flokkum sem hófu keppni.Keppt var í fjórum flokkum pilta: 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára og 20 ára og eldri, og þremur flokkum stúlkna en þar er fullorðinsflokkurinn 18 ára og eldri.Hákon Birkir Grétarsson Selfossi varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut 15 ára pilta með 2.245 stig.

Áramótabingó frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss

Hið árlega Áramótabingó frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldið í Iðu, íþróttahúsi FSu, þriðjudaginn 27. desember.

Níu HSK met á Aðventumóti

Aðventumót Ármanns var haldið í Reykjavík sl. laugardag og tóku nokkrir keppendur af sambandssvæði HSK þátt.Níu HSK voru sett á mótinu.

Jólagleði í frjálsum

Jólamót frjálsíþróttadeildar Selfoss fyrir iðkendur 9 ára og yngri var haldið í Iðu miðvikudaginn 30. nóvember sl. Keppt var í langstökki án atrennu, skutlukasti og 30 metra hlaupi undir dynjandi jólatónlist.Þátttaka var góð, bæði barna og foreldra sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.

Silfurleikar ÍR 2016 | Yngstu iðkendur spreyttu sig á þrautabraut

Silfurleikar ÍR fóru fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 19. nóvember en mótið er haldið til að minnast afreks Vilhjálms Einarssonar þrístökkvara sem hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956.

Silfurleikar ÍR 2016 | 58 bætingar og 34 verðlaun hjá meistarahópi Selfoss

Silfurleikar ÍR fóru fram í Laugardalshöll laugardaginn 19. nóvember sl. Iðkendur meistarahóps Selfoss voru 23 sem kepptu í fjöldanum öllum af greinum en sjö greinar voru í boði fyrir alla 14 ára og eldri.Allir keppendur meistarahópsins stóðu sig með prýði.

Hlaupamót Selfoss

Meistarahópur Selfoss í frjálsum var með mót í 400 metra hlaupi í Kaplakrika í Hafnarfirði laugardaginn 12. nóvember.Á mótinu hlupu þrír piltar af sambandssvæði HSK.