29.06.2013			
	
	 Fjóla Signý Hannesdóttir er með 3038 stig eftir fyrri dag í Evrópubikarkeppni landsliða í fjölþrautum.  Fjóla Signý byrjaði á því að hlaupa 100m grind á 14,61s, hún stökk 1,69m í hástökki, kastaði því næst kúlunni 9,87m sem er bæting um 14cm og að lokum hljóp hún 200m á 26,09s.
 
	
		
		
		
			
					28.06.2013			
	
	 Frjálsíþróttasamband Íslands sendir fullmannað landslið í Evrópubikar landsliða í fjölþraut sem fram fer á Madeira í Portúgal nú um helgina.
 
	
		
		
		
			
					28.06.2013			
	
	 4. flokkur karla leggur af stað á morgun í keppnisferðalag til Gautaborgar þar sem Selfoss tekur þátt á Partille Cup. Partille Cup er stærsta handboltamót sem haldið er í heiminum og er Selfoss með tvö lið á mótinu,  eitt lið í 1997 árgangi og eitt lið í 1998 árgangi.Búin hefur verið til sér bloggsíða fyrir ferðina þar sem allar upplýsingar komu koma fram.
 
	
		
		
		
			
					27.06.2013			
	
	 Sigþór Helgson Selfossi var valinn af Frjálsíþróttasambandi Íslands til að verða fulltrúi Íslands á Ólympíuhátíð æskunnar.
 
	
		
		
		
			
					26.06.2013			
	
	 Síðasta samæfing frjálsíþróttafólks á HSK svæðinu vegna Landsmótsins var haldin á Selfossvelli miðvikudagskvöldið 26. júní.
 
	
		
		
		
			
					26.06.2013			
	
	 Thelma Björk Einarsdóttir er í góðum gír þessa dagana og bætir sig stöðugt í kastgreinunum. Á Vormóti ÍR þann 12. júní kastaði hún 4 kg sleggjunni 35,30 m og bætti eigið HSK met í flokki 16-17 ára um rúma 5 metra.
 
	
		
		
		
			
					26.06.2013			
	
	 Eftir rétta viku hefst Landsmót UMFÍ á Selfossi en keppni hefst eftir hádegi á fimmtudeginum 4. júlí. Landsmótsgestir fara væntanlega að drífa að fljótlega upp úr næstu helgi og verður örugglega straumur fólks á staðinn þegar líður að mótshelginni.
 
	
		
		
		
			
					26.06.2013			
	
	 Seinustu helgi var Íslandsmeistaramót 11-14 ára í frjálsum íþróttum haldið á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Þar áttu Selfyssingar stóran hluta af 52 manna liði HSK-Selfoss sem var fjölmennasta lið mótsins. Eftir mjög jafna og spennandi keppni við ÍR stóðum við uppi sem Íslandsmeistarar í heildarstigakeppninni. Einnig tryggðum við okkur í níu Íslandsmeistaratitla í einstökum greinum auk tveggja titla í boðhlaupum.
 
	
		
		
		
			
					26.06.2013			
	
	 Guðmunda Óladóttir skoraði bæði mörk Selfyssinga í 2-1 sigri á HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi.Að loknum átta umferðum er  Selfoss í 5.
 
	
		
		
		
			
					26.06.2013			
	
	 Strákarnir í 4. flokki er að fara á Partille cup sem verður haldið í Gautaborg í Svíþjóð dagana 1. - 6. júlí. Þetta er 44. árið í röð sem mótið er haldið en seinasta ár tóku þátt 1100 lið og yfir 20.000 keppendur frá 41 þjóð þátt.Mæting er í Tíbrá kl.