13.06.2019			
	
	 Handknattleiksdeild Selfoss og Sportís hafa gert með sér samning til þriggja ára um að meistaraflokkar Selfoss spili í Asics skóm.Asics er hágæða japanskt vörumerki og er meðal fremstu aðila í skóm fyrir handbolta.
 
	
		
		
		
			
					12.06.2019			
	
	 Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum fer fram um næstu helgi á Selfossvelli. Mótið hefst klukkan 10 báða dagana.Alls eru 212 keppendur frá 25 félögum víðs vegar um landið skráðir til keppni.
 
	
		
		
		
			
					11.06.2019			
	
	 Frá og með deginum í dag, 11. júní, taka sumaræfingatímar knattspyrnudeildar gildi :)Sjáumst á vellinum .
 
	
		
		
		
			
					10.06.2019			
	
	 Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, keppti um helgina á Norðurlandameistaramóti í tugþraut í flokki 16-17 ára. Dagur Fannar átti góðan fyrri dag en á seinni degi varð hann fyrir því óláni að fella byrjunarhæð i stangarstökki og missti þar af dýrmætum stigum.  Dagur Fannar varð í 9.sæti í þrautinni með 5966 stig og bætti fyrra HSK met sitt í flokki 16-17 ára um 364 stig.
 
	
		
		
		
			
					07.06.2019			
	
	 Kvennalandslið Íslands kemst ekki á HM 2019 en það var ljóst eftir eins marks sigur gegn Spánverjum í gær. Fyrri leikurinn út í Malaga tapaðist með 9 mörkum, 35-26.
 
	
		
		
		
			
					05.06.2019			
	
	 Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, hefur verið valinn í landslið Íslands í fjölþrautum sem keppir á Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþrautum um helgina.
 
	
		
		
		
			
					05.06.2019			
	
	 Kvennalið Selfoss tapaði 0-1 gegn Þór/KA í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. Stephany Mayor skoraði eina mark leiksins á 11.
 
	
		
		
		
			
					05.06.2019			
	
	 Selfoss hefur skráð meistaraflokk karla til leiks í Meistaradeild Evrópu. Selfoss vann sér rétt til þáttöku í Meistaradeildinni með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn en Ísland á rétt á einu sæti í deildinni eftir mikla velgengi í Evrópukeppnum á síðustu árum.
 
	
		
		
		
			
					05.06.2019			
	
	 Handknattleiksdeild Selfoss verður með handboltaskóla í sumar eins og undanfarin ár. Það verða þrjár vikur í boði í ár það eru vikurnar 11.-14.