Stoltir strákar í 7. flokki

Foreldraráð 7. flokks karla í knattspyrnu vill þakka fyrir frábært sumar með strákunum. Þeir geta verið stoltir af árangri sínum sem skilaði tveimur bikurum í hús.

Fjóla Signý önnur í sjöþraut í Svíþjóð

Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi og Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki tóku þátt í sænska meistaramótinu í fjölþrautum sem fram fór í Huddinge um helgina.

Nýtt námskeið hjá Íþróttaskóla barnanna

Íþróttaskóli fimleikadeildar Umf. Selfoss hefst að nýju laugardaginn 15. september. Námskeiðið eru 10 skipti og kostar 10.000 krónur.

Pottlok vantar á stóra pottinn

Þegar konurnar í eldhúsinu í Tíbrá komu til starfa í haust kom í ljós að pottlok vantar á stóra pottinn. Ef einhver veit hvar pottlokið er niður komið þá er viðkomandi beðinn um að skila því í Tíbrá sem fyrst.

Ný heimasíða í samstarfi við Endor

Í byrjun september var tekin í notkun ný heimasíða fyrir Umf. Selfoss. Fyrr í sumar var ákveðið að ganga til samstarfs við vefþjónustuna Endor á Selfossi og er síðan nú hýst hjá því fyrirtæki.

Tvö Íslandsmet í kastþraut Óla Guðmunds

Hin árlega kastþraut Óla Guðmunds. var haldin 6. september s.l. á Selfossvelli við ágætar aðstæður. Keppnisgreinar kastþrautarinnar voru sleggjukast, kringlukast, kúluvarp, spjótkast og lóðkast.

Sameiginlegur foreldrafundur yngri flokka í handbolta

Sameiginlegur foreldrafundur hjá yngri flokkum í handbolta verður haldinn fimmtudaginn 13. september næstkomandi í íþróttahúsi Vallaskóla (gengið inn úr anddyri Vallaskóla).

Afturelding vann Ragnarsmótið

Afturelding vann Fram í úrslitaleik Ragnarsmótsins en leikurinn fram fór á laugardaginn. Liðin voru jöfn að loknum venjulegum leiktíma 29:29.

FH vann Selfoss og Afturelding ÍR

Síðustu leikirnir í riðlakeppni Ragnarsmótsins fóru fram í gærkvöldi. Í fyrri leiknum tapaði Selfoss fyrir FH 22:36 og í þeim seinni vann Afturelding ÍR 33:30.

Stelpurnar mæta Stjörnunni í síðasta leik sumarsins

Selfoss-stelpur mæta Stjörnunni í lokaumferð Pepsi deildar kvenna á morgun laugardag á Selfossi og hefst leikurinn kl. 14:00. Stelpurnar hafa þegar tryggt sér öruggt sæti í Pepsi deildinni næsta ár þar sem þær eru komnar með 16 stig en Fylkir er í fallsæti með 12 stig.