Flottur sigur Selfossdrengja !

Selfoss mætti liði HK í 1. deild karla í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld. Um var að ræða 5 umferð deildarinnar. Fyrir leikinn höfðu strákarnir unnið tvo og tapað tveimur leikjum í deildinni.Gaman var að sjá til liðsins í kvöld og óhætt að segja að það hafi sýnt margar sínar bestu hliðar fyrir framan fjölda áhorfenda í kvöld. Vörn og markvarsla var með allra besta móti og í sókninni dreifðist markaskorun vel á menn sem verður að teljast jákvætt fyrir framhaldið.Jafnt var á fyrstu tölum svona rétt á meðan Selfyssingar voru að slípa leik sinn, en síðan tóku okkar menn flest völd á vellinum og sigu hægt og öruggt framúr og leiddu 15-12 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru strákarnir gríðarlega öflugir, gáfu engin grið og höfðu að lokum öruggan 30-24 sigur.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Markaskorun: Alexander Már Egan 6 Örn Þrastarson 4 Teitur Örn Einarsson 4 Egidijus Mikalonis 4 Hergeir Grímsson 4 Árni Geir Hilmarsson 3 Andri Már Sveinsson 2 Guðjón Ágústsson 1 Árni Guðmundsson 1 Rúnar Hjálmarsson 1Birkir Fannar Bragason var með 18 varða bolta 50% markvörsluHelgi Hlynsson með tvo varða bolta þar af eitt víti og 33% markvörsluMM---Alexander Már Egan svífur inn úr horninu og skorar eitt af sex mörkum sínum í leiknum. Ljósmynd: Umf.

Hrafnhildur Hanna stóð fyrir sínu með landsliðinu

Íslenska landsliðið lék tvo erfiða leiki í undankeppni EM gegn Frakklandi og Þjóðverjum í seinustu viku.Fyrri leikurinn á útivelli gegn Frökkum tapaðist 17-27 þar sem Hanna skoraði eitt mark.Seinni leikurinn sem fram fór í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda var áttundi landsleikur Hönnu sem hóf leik á bekknum meðan ekkert gekk hjá liðsfélögum hennar í upphafi leiks. Hún átti hins vegar flotta innkomu, sýndi mikið sjálfstraust og átti hvað mestan þátt í að Ísland jafnaði leikinn í 7-7.

Sambandsþing UMFÍ í Vík í Mýrdal

49. sambandsþing Ungmennafélags Íslands verður haldið í Vík í Mýrdal um helgina. Rétt til þingsetu eiga 140 fulltrúar frá 29 sambandsaðilum UMFÍ.

Selfoss sækir Val heim í bikarnum

Í gær var dregið í 32 liða úrslit karla í Coca Cola bikarnum í handbolta. Strákarnir okkar sækja Val 2 heim í Vodafonehöllinni og fer leikurinn fram 25.

Verðmætir sjálfboðaliðar

Haustfundur frjálsíþróttaráðs HSK fór fram á Selfossi miðvikudagskvöldið 7. október síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur og á honum sköpuðust góðar umræður eins og greint var frá á .Á fundinum var farið yfir uppgjör MÍ 11-14 ára sem ráðið hélt á Selfossvelli í sumar.

Unglingamót HSK 2015

Unglingamót HSK í sundi fer fram í innilauginni í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 1. nóvember n.k. Mótið hefst kl. 10.00 en upphitun byrjar kl.

Bronsleikar ÍR

Hinir árlegu Bronsleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 3. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Mótið er haldið til að heiðra Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.Á leikunum er keppt í fjölþraut barna, en greinarnar byggjast á styrk, snerpu, úthaldi og samhæfingu.

Ingibjörg Erla vann silfur í Serbíu

Taekwondokonan Ingibjörg Erla Grétarsdóttir hjá Umf. Selfoss keppti um helgina á Serbia Open sem er G1 mót s.s. af hæsta styrkleika. Hún gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna á mótinu og varð þar með fyrst allra Íslendinga til að lenda á palli á G-klassa móti.Ingibjörg Erla keppti í flokki, Seniors Female A-62 (Light) ásamt 30 öðrum keppendum þannig að það var við ramman reip að draga.

Valorie O'Brien ráðin þjálfari Selfoss

Gengið hefur verið frá ráðningu Valorie O'Brien sem þjálfari meistaraflokks kvenna Selfoss í knattspyrnu til næstu tveggja ára.Valorie er fyrrum leikmaður Selfoss en hún lék með liðinu fyrstu tvö sumur liðsins í Pepsi-deildinni með góðum árangri og skoraði m.a.

Chanté áfram með Selfossi

Markvörðurinn Chanté Sandiford hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna á næsta ári.Sandiford stóð sig vel á milli stanganna hjá Selfyssingum í sumar en liðið varð í 3.