Eva María valin í Stórmótahóp FRÍ

Hin stórefnilega Eva María Baldursdóttir er komin í Stórmótahóp FRÍ. Á Vormóti UMSB þann 2.júní sl. stökk hún 1.75m í hástökki en lágmark í hópinn í hennar aldurflokki (16-17 ára) er 1.73m.

Eva María með mótsmet í hástökki

Meistaramót Íslands í flokki 15-22 ára fór fram á Selfossvelli við góðar aðstæður helgina 15.-16.júní sl. HSK/Selfoss sendi sameiginlegt lið til keppninnar og endaði liðið í 3.sæti örfáum stigum á eftir Breiðablik en ÍR-ingar unnu öruggan sigur.

Elvar bestur og Haukur efnilegastur annað árið í röð

Á sunnudaginn fór fram verðlaunahóf HSÍ og Olís. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar í Olís- og Grill66-deildunum heiðraðir fyrir góða frammistöðu í vetur.Annað árið í röð var Elvar Örn Jónsson valinn besti leikmaður Olísdeildar karla í handbolta og Haukur Þrastarson valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.Elvar Örn fékk einnig Valdimarsbikarinn en hann er veittur þeim leikmanni sem þykir mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu.Við óskum þeim Elvari, Hauki og öllum þeim sem fengu verðlaun á hófinu hjartanlega til hamingju!Mynd: Guðmundur B.

Haukur tilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi heims

Haukur okkar Þrastarson er tilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi heims af vefsíðunni HandballPlanet.com.Hauk­ur er til­nefnd­ur sem besti leik­stjórn­and­inn ásamt Frakk­an­um Kyli­an Vil­lem­inot úr liði Mont­p­ellier, Slóven­an­um Fomen Makuc úr liði Celje Laso og Ung­verj­an­um Matyas Gyori sem leik­ur með Tata­banya.Blaðamenn víðs veg­ar um Evr­ópu til­nefndu 28 leik­menn, fjóra í hverri stöðu og það eru síðan les­end­ur hand­ball-pla­net.com sem taka þá í að velja þá bestu.

Einar Baldvin til Selfoss

Markmaðurinn efnilegi Einar Baldvin Baldvinsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við handknattleiksdeild Selfoss.Einar Baldvin kemur til okkar frá Val þar sem hann hefur leikið með meistaraflokki síðustu tvö ár.  Hann gekki í raðir Valsmanna vorið 2017 frá Víking þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn.  Þá hefur hann leikið með yngri landsliðum Íslands, enda einn efnilegasti markmaðaður landsins.Handknattleiksdeild Selfoss býður Einar Baldvin hjartanlega velkominn og hlakkar til að sjá hann vaxa og dafna sem leikmann.Mynd: Einar Baldvin ásamt Þóri Haraldssyni formanni deildarinnar Umf.

Handknattleiksdeildin og Sportís semja

Handknattleiksdeild Selfoss og Sportís hafa gert með sér samning til þriggja ára um að meistaraflokkar Selfoss spili í Asics skóm.Asics er hágæða japanskt vörumerki og er meðal fremstu aðila í skóm fyrir handbolta.

MÍ unglinga á Selfossvelli um helgina

Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum fer fram um næstu helgi á Selfossvelli. Mótið hefst klukkan 10 báða dagana.Alls eru 212 keppendur frá 25 félögum víðs vegar um landið skráðir til keppni.

Sumartímar knattspyrnudeildar

Frá og með deginum í dag, 11. júní, taka sumaræfingatímar knattspyrnudeildar gildi :)Sjáumst á vellinum .

Dagur Fannar með HSK met í tugþraut

Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, keppti um helgina á Norðurlandameistaramóti í tugþraut í flokki 16-17 ára. Dagur Fannar átti góðan fyrri dag en á seinni degi varð hann fyrir því óláni að fella byrjunarhæð i stangarstökki og missti þar af dýrmætum stigum.  Dagur Fannar varð í 9.sæti í þrautinni með 5966 stig og bætti fyrra HSK met sitt í flokki 16-17 ára um 364 stig.

Fréttabréf UMFÍ