Selfoss mætir Haukum í Coca Cola bikarnum

Strákarnir frá Selfossi drógust gegn Haukum þegar dregið var í fyrstu umferð Coca Cola bikars karla í morgun. Í skálinni voru 15 lið, þar á meðal voru lið Selfoss og bræður okkar í ÍF Mílan, en fjögur lið sátu hjá í fyrstu umferð.  Nú var dregið í þrjár viðureignir þannig að 16 lið munu standa eftir þegar dregið verður í aðra umferð.Leikurinn fer fram á Ásvöllum þriðjudaginn 6.

Fjóla Signý og Haukur íþróttafólk HSK 2019

Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir og handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson, bæði úr Ungmennafélagi Selfoss, voru í dag útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Héraðssambandsins Skarphéðins árið 2019.Héraðsþing HSK fer fram í Hvolnum á Hvolsvelli í dag, en því var frestað í marsmánuði vegna COVID-19.Fjóla Signý var fulltrúi Íslands á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þar sem hún keppti í þremur greinum.

Fréttabréf ÍSÍ

Árskortin komin í sölu

Sala árskorta er komin á fullt og mælum við auðvitað með því að fólk grípi eitt fyrir sig og annað fyrir einhvern sem því þykir vænt um.

Öruggur sigur Selfyssinga

Selfoss vann öruggan útisigur á KR í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á laugardag. Lokatölur urðu 0-5.Nánar er fjallað um leikinn .---Hólmfríður allt í öllu gegn gömlu félögunum. Ljósmynd: Fótbolti.net/Anna Þonn.

Félagsmet hjá Selfoss

Selfoss lék tvo leiki í 2. deildinni í seinustu viku og bara sigur úr bítum í báðum leikjunum. Liðið hefur nú unnið átta leiki í röð sem er félagsmet hjá knattspyrnudeild Selfoss.Selfoss sótti Víði heim í Garðinn 9.

Tvö stig í fyrsta leik

Selfyssingar sóttu tvö góð stig í Garðabænum þegar liðið mætti Stjörnunni í fyrsta leik liðsins í deildarkeppni frá því í mars.

Æfingatímar og flokkaskipti

Frá og með mánudeginum 21. september verða flokkaskipti í fótboltanumÆfingar hefjast sama dag eftir nýrri tímatöflu sem nálgast má  Allar nánari upplýsingar geta foreldrar og forráðamenn nálgast á Sideline appinu.

Boltinn byrjar að rúlla í kvöld

Handboltinn byrjar loksins að rúlla í kvöld eftir marga handboltalausa mánuði þegar Selfoss heimsækir sinn gamla þjálfara, Patrek Jóhannesson, í Garðabæ.

Barbára valin í A-landsliðið í fyrsta sinn - Dagný og Anna Björk á sínum stað

Barbára Sól Gísladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, leikmenn Selfoss, eru allar í leikmannahópi A-landsliðs kvenna í knattspyrnu sem mætir Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM í september.Þetta er í fyrsta skipti sem Barbára Sól er valin í kvennalandsliðið en hún hefur leikið 22 leiki fyrir U19 ára landsliðið, 8 leiki fyrir U17 og 4 leiki fyrir U16.Anna Björk hefur leikið 43 A-landsleiki og Dagný 88 auk þess sem hún hefur skorað 26 mörk fyrir Ísland.Leikirnir gegn Lettlandi og Svíþjóð eru í undankeppni EM 2022 og fara þeir báðir fram á Laugardalsvellinum.