Fréttir

Félagsskapurinn í hávegum hafður

Tvisvar í viku hittist lítill, fámennur en góðmennur hópur fólks í Sundhöll Selfoss til þess að iðka sundíþróttina sér til skemmtunar.Flestir í hópnum æfðu sund á sínum yngri árum en kjósa að nota sund sem sína hreyfingu.

Bæting hjá Þóri og Kára

Þórir Pálsson og Kári Valgeirsson tóku þátt í Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Þeir kepptu báðir 100 og 200 metra skriðsundi auk þess sem Þórir synti 400 metra skriðsund.

Íslandsmeistaramót í 25 metra laug

Íslandsmeistaramótið í 25m laug verður haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 22.-24. nóvember, samhliða Íslandsmóti ÍF. Tveir keppendur frá Selfossi eru skráðir á mótið.Morgunhlutar mótsins hefjast kl.

Hallgerður með mestu bætinguna

Sunnudaginn 17. nóvember var árlegt Unglingamót HSK í sundi haldið í Sundhöll Selfoss. Mótið er fyrir 14 ára og yngri en keppendur á aldrinum 11-14 ára synda til stiga fyrir félagið sitt.

Unglingamót HSK

Unglingamót HSK í sundi fer fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 17. nóvember. Upphitun hefst kl. 9:15 og mót kl. 10:00.Keppnisflokkar eru eftirfarandi:Hnátur og hnokkar eru 10 ára og yngri (2003 og yngri).Sveinar og meyjar eru 11-12 ára (2001 - 2002).Telpur og drengir eru 13-14 ára (1999 -2000).Hver keppandi má synda þrjár greinar til stiga og verðlauna.

Ungbarnasund-Guggusund

Ný námskeið í Guggusundi hefjast fimmtudaginn 31. október og föstudaginn 1. nóvember.Eftirfarandi námskeið eru í boði:Ungbarnasund fyrir 0-2 ára.Barnasund fyrir 2-4 ára.Sundnámskeið fyrir 4-6 ára.Sundskóli fyrir börn fædd 2008 og eldri.Börn sem eru byrjuð í skóla og vilja/þurfa að bæta við sundkunnáttuna eru velkomin.Skráning og upplýsingar á og í síma 848-1626.

Þjálfararáðstefna í Árborg

Þjálfararáðstefna fyrir alla sem þjálfa íþróttir innan vébanda Sveitarfélagsins Árborgar verður haldin dagana 11.-12. október.

Selfossvörurnar fást í Intersport

Nú á haustdögum fóru Intersport og Errea á Íslandi í samstarf. Allur Selfoss fatnaður fæst nú í Intersport á  Selfossi og mun starfsfólkið leggja sig fram við að eiga alltaf til keppnisbúninga og æfingagalla félagsins ásamt öðrum fylgihlutum.

Vetrarstarfið að hefjast

Um leið og skólarnir byrja hefst vetrarstarfið hjá flestum deildum Ungmennafélagsins. Handknattleiksdeildin reið á vaðið 22. ágúst, æfingar í taekwondo hefjast í dag, 28.

Amanda Marie ráðin yfirþjálfari

Sunddeild Selfoss gekk í gær frá ráðningu á Amöndu Marie Ágústsdóttur sem yfirþjálfara. Amanda er bandarísk en búsett ásamt fjölskyldu sinni í Hveragerði.