Fréttir

Góð þátttaka í Þórðarmótinu

Árlegt Þórðarmót Sunddeildar Umf. Selfoss var haldið sunnudaginn 28. október í Sundhöll Selfoss. Þórðarmótið er haldið til minningar um Þórð Gunnarsson þjálfara og sundkennara sem starfaði lengi á Selfossi. Að þessu sinni voru 44 keppendur skráðir á mótið og komu þeir frá Selfossi og Hvolsvelli. 31 barn, 10 ára og yngri fengu afhent þáttökuverðlaun, en yngstu keppendur mótsins voru sex ára og komu frá Selfossi.

Guggusund - Ný námskeið 8., 9. og 10. nóvember nk.

Ný námskeið í Guggusundi fyrir börn frá 2 mánaða til 7 ára hefjast vikuna 10-12 jan og 17-19.jan. næstkomandi.  Margir sundhópar eru í boði:  ungbarnasund fyrir 0-2 ára, barnasund fyrir 2-4 ára, sundnámskeið fyrir 4-6 ára og sundskóli fyrir börn fædd 2007 og fyrr.

Sundæfingar hjá Gullhópi og Títanhópi hefjast mánudaginn 20. ágúst

Sundæfingar hjá Gullhópi og Títanhópi hefjast mánudaginn 20. ágúst kl. 17:00. Æfingar hjá yngri hópum deildarinnar hefjast í byrjun september og verð auglýstar síðar.

Þórir með besta afrekið - Kári og Áslaug stigahæst.

Héraðsmót HSK í sundi fór fram í Hveragerði þriðjudaginn 29. maí. Keppt var í einstaklingsgreinum karla og kvenna en einnig var mótið stigakeppni þáttökufélaga.

Íslandsmet á Íslandsmóti garpa

Frá UMFSelfossi fóru fjórir keppendur, Sigmundur Stefánsson í flokki 55-59 ára, Hrund Baldursdóttir í flokki 45-49 ára og Stefán Reyr Ólafsson og Ægir Sigurðsson í flokki 30-34 ára.Árangur þeirra var stórglæsilegur þar sem þau voru öll á verðlaunapalli í öllum sínum greinum.

Kári með persónuleg met í öllum greinum

Landsbankamót ÍRB var haldið í Reykjanesbæ 11-13. maí sl. Þarna var saman komið fremsta sundfólk landsins og var þetta eitt af síðustu mótum hérlendis þar sem sundmenn höfðu tök á að preyta sig á lágmörkum fyrir Ólympíuleikana og fleiri stór mót erlendis síðar á þessu ári.

Sundnámskeið fyrir 5 og 6 ára börn

Árlegt vornámskeið Sunddeildar Umf. Selfoss verður haldið dagana 7.-20. júní í Sundhöll Selfoss. Námskeiðið er ætlað börnum fæddum 2006 og 2007. Einnig verður hópur fyrir börn sem byrjuð eru í skóla og vilja bæta kunnáttuna.

Nýtt námskeið hefst í maí í Guggusundi - Ungbarnasundi

Nýtt byrjendanámskeið í Guggusundi - Ungbarnasundi hefst í byrjun maí. Kenndir verða 9 tímar á 5-6 vikum.  Skráning er hafin á  eða í síma 848-1626. Kennari á námskeiðinu er Guðbjörg H.

49 keppendur á Selfossmeistaramótinu í sundi

Selfossmeistaramótið í sundi fór fram sunnudaginn 26. febrúar sl. Alls voru keppendurnir 49 frá sunddeildum Umf. Selfoss og Hamars í Hveragerði og stungur í laugina 161.

Góður árangur á Gullmóti KR

Gullmót KR var haldið í 50m innilaug í Laugardal um helgina sem leið. Yfir 500 keppendur syntu á mótinu sem var í sex hlutum. Sundeild Umf.