Elvar Örn og Dagný María íþróttafólk HSK 2018

Selfyssingarnir Dagný María Pétursdóttir úr taekwondodeild Selfoss og Elvar Örn Jónsson úr handknattleiksdeild Selfoss eru íþróttakona og íþróttakarl Héraðssambandsins Skarphéðins fyrir árið 2018.

Bikarkeppni FRÍ | Fjóla Signý nálægt sínu besta

Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram í Kaplakrika laugardaginn 2. mars þar sem átta lið tóku þátt. HSK sendi ungt og efnilegt lið til keppni sem samanstóð af reynsluboltum í bland við ungt og efnilegt frjálsíþróttafólk sem öll stóðu sig mjög vel.

Bikarkeppni FRÍ | Dýrleif Nanna með HSK met

HSK sendi tvö lið til keppni á Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem haldin var í Kaplakrika í Hafnarfirði 1. mars sl. A-lið HSK náði ekki að verja titilinn að þessu sinni, en keppni efstu liða var spennandi.

Aðalfundur mótokrossdeildar 2019

Aðalfundur mótokrossdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 21. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Mótokrossdeild Umf.

Aðalfundur handknattleiksdeildar 2019

Aðalfundur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 20. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Handknattleiksdeild Umf.

Grátlegt tap gegn Íslandsmeisturunum

Stelpurnar töpuðu gegn Íslandsmeisturum Fram í Framhúsinu, Safamýri í Olísdeild kvenna í kvöld, 25-24 eftir háspennu lokamínútur.Í upphafi leiks stimplaði Selfossliðið sig inn snemma og náði 1-3 forustu.  Eftir það skiptust liðin á að halda forustu, en þó munaði aldrei meira en einu marki.  Selfoss voru að spila góðan varnarleik og vel sem lið, þó er hægt að tala um að Katrín Ósk átti frábæran fyrri hálfleik  og varði mjög vel, þar á meðal nokkur dauðafæri.  Liðin gengu til búningsklefa í hálfleik í stöðunni 12-12.Í seinni hálfleik komu stelpurnar okkar aftur mjög ákveðnar inn í leikinn og skoruðu þrjú fyrstu mörkin og héldu áfram að þjarma að liði Fram þar til staðan var orðin 14-17.  Þá settu Framstelpur aukinn kraft í varnarleik sinn, urðu mun agressívari.  þá fjölgaði mistökum hjá okkar liði og Fram náðu að jafna 17-17.  Síðari helmingur hálfleiksins var svo keimlíkur fyrri hálfleik.  Liðin skiptust á að vera með forustu og aftur munaði aldrei meira en einu marki.  Selfoss jafnaði leikinn, 24-24, 14 sekúndum fyrir leikslok.  Þá tók Fram leikhlé og teiknuðu lokasóknina upp.  Hún gekk upp og skoruðu Framarar sigurmarkið 2 sekúndum áður en flautan gall.  Grátlegt tap staðreyndStaða Selfoss versnaði í þessari umferð, liðið er sem fyrr á botni deildarinnar með 4 stig.  Fimm stigum fyrir ofan er HK.  Ljóst er að stelpurnar okkar þurfa 5 stig hið minnsta í síðustu þrem leikjunum til að eiga möguleika á umspili um sæti í Olísdeildinni að ári.Mörk Selfoss:  Kristrún Steinþórsdóttir 5, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Sarah Boye 2.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 14 (36%).Nánar er fjallað um leikinn á Leikskýrslu má sjá Næst á dagskrá er fyrsti leikurinn af þessum þrem sem stelpurnar okkar eiga eftir.  Sá leikur er á laugardaginn kl.

Aðalfundur taekwondodeildar 2019

Aðalfundur taekwondodeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 19. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Taekwondodeild Umf.

Aðalfundur fimleikadeildar 2019

Aðalfundur fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 19. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Fimleikadeild Umf.

Fjöldi viðurkenninga á aðalfundi

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Selfoss fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 7. mars. Á fundinum voru veittar viðurkenningar til iðkenda fyrir árangur seinasta árs auk þess sem ný stjórn var kjörin.

MÍ í fjölþrautum | Dagur Fannar og Sebastian Þór Íslandsmeistarar

Fjórir keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt í MÍ í fjölþrautum í frjálsum sem haldið í Laugardalshöllinni 16.-17. febrúar sl.