Fréttir

Skráning í íþróttaskólann hafin

Skráning í íþróttaskólann er hafin, en námskeiðið hefst 20. janúar.Æfingarnar fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla alla sunnudaga frá og með 20.

Leikskrá - jólasýning Fimleikadeildar Selfoss

Í ár höfum við ákveðið að prenta ekki út leikskránna okkar, þar sem það er mikil pappírseyðsla og okkur er annt um jörðina okkar :)Hér fyrir neðan er því linkur á yfirlit yfir hvaða hópar það eru sem eru hvaða hlutverk á jólasýningunni okkar.Ýtið hér: 

Tilboðsdagar hjá Jako

Mánudagana 26. nóvember og 3. desember verður Jako með tilboðsdag fyrir allar deildir Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á nýrri keppnistreyju Selfoss, félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum.

Haustmót í hópfimleikum - seinni hluti

Laugardaginn 17. nóvember síðastliðinn fór fram seinni hluti Haustmótsins í hópfimleikum. Selfoss átti þar 3 lið, lið í 2. flokki, lið í yngri drengjaflokki og lið í eldri drengjaflokki.

Íslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar

Fimleikadeild Selfoss og Íslandsbanki á Selfossi hafa endurnýjað samning sinn um að bankinn sé aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar.

Haustmót í hópfimleikum

Helgina 10. - 11. nóvember síðastliðinn fór haustmótið í hópfimleikum fram. Selfoss sendi sex lið til keppni en á þessu móti er liðunum raðað niður í styrkleikadeildir fyrir mót vetrarins.Á laugardeginum keppti 4.

Fimleikafólk frá Umf. Selfoss á Evrópumóti

Dagana 17.-20. október síðastliðinn fór Evrópumótið í hópfimleikum fram. Mótið var haldið í Portúgal og sendi Ísland 4 landslið til leiks.Liðin náðu öll frábærum árangri og komust öll upp úr undanúrslitunum, sem voru haldin á miðvikudeginum og fimmtudeginum.

Frábær samvinna í fimleikum og frjálsum

Fimleikastelpurnar í 1. flokki eru í hlaupaþjálfun hjá Fjólu Signýju Hannesdóttur, afrekskonu í frjálsum. Fjóla Signý kennir þeim mikilvægt skref í að beita líkamanum rétt við hlaup og hjálpa þeim þannig að ná enn betri frammistöðu í stökkum bæði á dýnu og trampólíni.---Fremri röð f.v.

Landsliðið æfir í Baulu

Nú styttist óðum í Evrópumótið í hópfimleikum og sendir Ísland 4 lið til leiks að þessu sinni. Liðin eru á fullu í æfingaferlinu og nýta sér meðal annars æfingaaðstöðuna í Baulu fyrir æfingar.Meðfylgjandi mynd er tekin í Baulu á landsliðsæfingu hjá blönduðu liði Íslands, en meðal annars má þar sjá Selfyssinginn Eystein Mána Oddsson.

Tilboðsdagur Jako í Tíbrá

Mánudaginn 10. september verður Jako með tilboðsdag í Tíbrá milli klukkan 16 og 19.Frábær tilboð á félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum.